mánudagur, desember 29, 2003

Jæja vá þetta er nú meira vesenið að komast í gang með þetta blogg eins og þið sjáið nú neðst á síðunni minni nenni ómögulega að breyta því.Fékk nú mjög góða hjálp við að koma síðunni í gang TAKK fyrir. Jæja maður er nú alveg búin að éta sig út á gaddinn um jólin og hafa það bara mjög gott. Ég er bara farin að hlakka til áramótana að éta meira hehe segji nú bara svona.Það er svo sem í lagi fer bara og sprikla í leikfimini með litlu krökkunum í janúar.
Ég er nebbla að fara að byrja í skóla semsagt framhaldsskóla og ég hef ekkert verið þar síðan 1999 og þannig að ég fer nú að teljast ellismellur,nei nei segji nú bara svona en þetta verður nú vonandi gaman og svo reynir maður nú að taka sig á í blogginu.
Ég hugsa að þetta verði nú bara í góðu standi að maður geti bara setjist niður og tjáð sig við tölvuna örugglega fín tilbreyting.
Myndin sem er hérna fyrir neðan er af henni Perlu minni hún er núna 16mánaða skvísa í jólaskapi á líka annan hund en á bara eftir að setja myndina inn af honum.
Jæja er þetta ekki bara gott í bili svona svo að þið fáið nú ekki leið á mér strax (",)

Engin ummæli: