miðvikudagur, desember 22, 2004

Senn koma blessuð jólin

Já nú styttist óðum í jólin og ég er einhvern veginn ekkert komin í neitt jólaskap og mér finnst það nú bara ekkert gaman.Ég er búin að kaupa allar jólagjafirnar nema 2 og löngu búin að skrifa öll kortin mín ber þau ekki út fyrr en á Þorláksmessu.

Er svona að velta því fyrir mér hvort að þetta sé ekki bara svona skammdegisþunglyndi eins og það kallast,mér finnst ég bara ekki vera að meika það held bara að ég sé eikka að klikkast mér langar helst bara að jólin drífi sig að ganga yfir og þá er þetta vesen bara búið,samt langar mig ekkert að líða þannig en bara get ekkert af þessu gert,ég reyni að hugsa voða jákvætt um jólin en það er bara ekki að virka langar bara að leggjast í dvala fram að áramótum.

Annars er það helst að frétta að ég er bara að vinna og vinna alveg glatað þar sem að búðirnar eru opnar svo lengi að ég get aldrei farið fyrr en eftir miðnætti að skúra alveg að sökka feitt,og svona verður þetta fram að jólum og á þorláksmessu get ég ekkert farið að skúra fyrr en í fyrsta lagi 3 um nóttina vúbbídú NOT já haldiði að það sé ekki gaman og svo vakna snemma á aðfangadag til að taka sig til og fara skúra aftur í hádeginu og allt á fullu allan helv.... daginn og svo verður mar alveg drulluþreyttur drífa sig heim og fara í sturtu og skipta um föt og pfff þá eru bara jólin skollin á já þetta er magnaður andskoti.

Jæja nenni ekki að röfla meira er að drepast úr pirri út af engu ætla bara reyna að glápa á tv eða eikka og sofna.

OVER AND OUT..

Engin ummæli: