miðvikudagur, maí 04, 2005

Allt í pati

Já það má segja það að ég er sko alveg strand.Sko þannig er það nú að mín var nú svaka sniðug að kaupa sér rimlagardínur í dag í eldhúsgluggann svona til að losna við kvöld sólina sem að gerir mér lífið leitt stundum en sko þannig er málið að ég og Davíð höfum ekki glóru hvernig á að setja þetta helvíti upp það eru svo fáranlegar leiðbeiningar með þessu að það er bara ekkert fyndið sko,þannig að mín þarf bara að bíða eftir pabba sínum á morgun og díla við hann að setja þetta upp fyrir mig;)

Annars lítið að frétta er bara búin að vera vinna eins og venjulega,kíkti aðeins í höfuðborgina í dag og dísus mér er sko ekki treystandi einni í rúmfatalagernum,mín bara verslaði og verslaði, ég keypti mér þessa fínu skóhillu ef að ég hefði keypt hana fyrir svona 2 vikum síðan hefði hún kostað mig 1000kall meira hmm góð kaup hehe svo keypti ég náttla gardínurnar,ilmkerti og svo fékk ég fyrir fram ammilisgjöf já það styttist nú í ammilið mitt reyndar ekkert stórvægilegt en þar sem að mín á ammili á miðvikudegi hugsa ég að gera bara eins og í fyrra að slá bara saman í eitt ammilispartý og eurovision partý sama kveldið reyndar verður þetta ekkert svona neitt formlegt partý bara þeim sem að langar að koma geta komið og koma bara með sitt svo getum við sitið bara hérna og sötrað og skemmt okkur og kíkt á lífið:)

Já talandi um ammilisgjöf að þá loksins náði ég að plata Davíð að gefa mér páfagauk hehe góð ég ekki satt jú ég veit þetta endar sem dýragarður hérna en ég meina við förum hvort eðer að skipta út fljótlega í stærra rými þannig að ég hef engar áhyggjur,erum búin að kaupa búrið en eftir að kaupa fuglinn og náttla allt saman lokað á morgun skítapakk HA!!!! en nei samt þarf minns að vinna á morgun.

Síðasta helgi var alveg ágæt nema að ég missti af innflutnings partý hjá Vigdísi því að það klikkaði að fá frí í vinnunii hvað annað já en djammaði aðeins á fös það var bara fínt.

En jæja Kútur er að bilast man ekki meira í bili

OVER AND OUT..

Engin ummæli: