laugardagur, janúar 10, 2004

Hellú everybody

Hæhæ það er alveg búið að vera nóg að gera nýbyrjuð í skólanum og líst bara ágætlega á það en ég þekki bara eiginlega engan þar.Ég ætla segja ykkur hvað kom fyrir mig í dag.

Ég var í dag í rvk bý í kef og var tiltilega nýkomin fram hjá KFC á leiðinni heim þegar stór Schaffer hleypur í veg fyrir framan bíl sem var 3 á undan mér og hann náði alveg að stoppa og hundurinn var bara að væplast inn á götuna og upp á umferðar eyjuna og svo þegar ég er að fara fram hjá honum byrja villingarnir mínir að gelta á fullu
Þetta var um 6 leytið og alveg biluð umferð hundurinn heyrði í mínum og elti bílinn minn og ég ók bara út í kant ásamt öðrum bíl og við náðum að taka í ólina hjá honum að halda honum.Við gátum hvorugt tekið hann uppí bíl vorum bæði með hunda.
Mér gekk erfiðlega að lesa á spjaldið hjá honum og ákvað því að hringja í lögregluna i Hafnarfirði við vorum nebbla bara rétt við ljósin móts við reykjanesbraut og flatahrauns og spurði hvort að löggan væri ekki til í að pikka hundinn upp.
Ég missti allt álit á Lögreglunni sem á að vera Protect and serve ekki satt hún sagðist ekki vilja ná í hann og sagði að við ættum ekki að vera halda í hann bara sleppa honum aftur út í umferðina

Halló spyr ég er ekki allt í goddy hjá þeim þú sleppir ekki hundi sem þú hefur tak á út í umferðina og keyrir í burtu hann sagði að hann myndi redda sér DJÖ..... var ég brjáluð að ég sagði bara bless og skellti á og þegar við vorum búin að hringja í 118 og fá upplýsingar um það hvernig við ættum að ná í eigandann þá hringdum við í hann og hann kom og sótti hann og þakkaði ægilega vel fyrir sig sem er náttla skiljanlegt það er bara rán að leya út hund þó svo að hann hefði kannski átt það skilið.

Og mig langar að nota tækifærið til þess að þakka manninum sem að stoppaði með okkur og við hjálpuðumst að, að gera góðverk vonandi Djö.. finnst mér löggan vera klikkuð mig langaði helst bara you know what að gera en það má víst ekki vera of grófur hérna jæja þá er það komið í bili bless bless





Engin ummæli: