Jæja þá er litla skvísan mín farin í sveitina vona bara að hún hafi það gott.Ég er strax farin að sakna hennar en svona er bara lífið maður getur ekki alltaf fengið það sem manni langar til,þar að auki hugsa ég að ég myndi nú bara fara á klepp við það að ala upp 3 gríslinga það væri nú kannski allt annað ef að ég byggji kannski einhverstaðar upp í sveit eða allavega í stærra húsnæði.En ég hugsa nú að hún hafi það bara fínt í sveitinni þau ætla svo að vera dugleg að senda mér myndir ég reyni svo bara að blogga það inn þegar að því kemur.
Jæja ég geri nú ekki mikið annað en að tala um hunda þetta er nú bara hálfgert hundalíf hjá mér allavega þá styttist óðum í afhendingu stundatöflunnar minnar er doldið mikið farin að kvíða fyrir.jæja það er að verða komin tími á nátthrafna bless í bili
Engin ummæli:
Skrifa ummæli