miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Fiskar

Jæja ég held að ég fari nú bara að stofna dýragarð.Sko þannig er nú mál með vexti að í gær var hundanámskeið og ég og kærastinn minn þurftum að fara í gæludyra búð til að kaupa dót fyrir gemlingana okkar og hann varð allt í einu alveg sjúkur í að fá sér fiska og talaði nú ekkert um neitt annað þangað til að ég lét undan og í dag þá fórum við í búðina til þess að kaupa fengum nú svaka flott búr reyndar í minni kantinum en það er allt í lagi til að byrja á það er 64lítrar og við keyptum 5 litla fiska.Svaka stolt hehe en vonandi ná þeir að lifa hjá okkur þó svo að ég haldi að þessir fiskar hafi nú sjálfsagt neinar tilfinningar eins og hundarnir mínir.
Okkur gengur bara mjög vel á námskeiðinu og þau eru bara öll að koma til sem betur fer ekki það að þau hafi verið algjörlega agalaus en stundum er bara erfitt að þurfa kljást við þau bæði.
Þau fá svo skírteini í lok námskeiðs og vonandi ná þau bara góðum árangri.
Jæja ætla nú ekkert að skrifa of mikið kl er nú alvega að verða 01.30 og kannski ágætt að fara bara og kíkja á koddann.

Engin ummæli: