laugardagur, júní 19, 2004

Edrú eða svona nokkurn veginn (",)

Jæja þá er föstudagskvöld gengið í garð og minn ekki á fyllerí var meira að segja edrú síðustu helgi líka bara dugnaður reyndar fékk ég mér einn bjór í baði áðan en það er ekkert að því það er svo gott fyrir svefninn ákvað nú samt aðeins að slá á þráðinn svona áður en að ég kíkji á koddann.Þetta ver nú voða innihaldsríkur dagur hjá mér í dag vaknaði náttla eldsnemma hélt að ég og kona uppi ætluðum að fara að slá en svo kom í ljós að það voru bara engir orfar inni hjá Byko og þá stakk ég nú bara uppá því við konuna að fá bara fagmenn í þetta að sinna þessari órækt sem er í garðinum hjá okkur þetta er alveg horror.Svo var hún mamma mín svo góð í sér að elda handa mér pizzu í kvölmatinn vegna þess að ég nennti engan veginn að elda mér sjálf fór þangað og rústaði nú gjörsamlega öllu hehe sko málið var það að ég var að fara hella pepsi í glas og það bara sprautaðist alveg á fullu uppúr flöskunni og yfir allt á borðinu símann hennar mömmu og heima símann mamma greyjið stóð alveg stjörf og svo eftir stutta stund heyrðist bara aaa passa lottó miðann hehe en þetta var alltí lagi ég fékk mér bara að éta á meðan mamma greyjið þurrfti að skúra allt eldhúsið og meira að segja láta pabba færa ísskápinn því að það kom alveg pollur þar á bakvið.

Svo var ég náttla að skúra hvað annað og fór svo í flugvél og já svo bara hingað heim ætli að maður fari ekki svo að fara bara að kíkja á koddann og hafa það bara náðugt ég hugsa að það sé ekki vitlaust það er bara annað lítið að frétta þannig að ég segji nú bara bless í bili.
OVER AND OUT

Engin ummæli: