Jæja þá er minns loksins kominn heim í menninguna eftir 7 daga bjórdrykkju ég hef nú ekki verið sú duglegasta að blogga er náttla bara búin að vera á fleygjiferð í ágúst mánuði er búin að vera í eyjum eins og ég var búin að tjá mig um svo kom stutt vinnuvika og svo var það bústaður hefði nú alveg vilja vera þar lengur meiriháttar veður og heitur pottur bara nice.
Ég og Davíð skelltum okkur í bústaðinn 2 og yfir helgina þá var Maggý með gríslingana sína hjá okkur og það var nú bara nokkuð fjör þar á bæ nokkuð góð getnaðarvörn hehe if you know what I mean ;)
Svo skelltum við okkur í sundlaugaleiðangur og fannst mér þá mest spennandi Þjórsárlaug nokkuð skondin laug þetta er svona útilaug og búiningsklefinn er úti og svo þarf maður að fara útur honum og fara í sturtu í öðrum klefa og svo í laugina og svo ef að mar þarf að míga eða eikka þá er klósettið úti á túni þar í kring en nokkuð nett pínu langt að fara en samt alveg þess virði.
Annars er bara allt gott að frétta ég er nýbúin að kaupa mér ísskáp bara netta ég næ varla í efstu hilluna hehe en bara cool skápur. Svo er ég að fara láta grafa hjá mér meðfram húsinu til að setja drenlagnir rakinn er eikka að leita inn fyrir mínar dyr sem að er ekkert alltof sniðugt þannig að ég ákvað að drífa þetta bara af.
Og svo er ég svona farin að krassa niðrá blað hvernig ég ætla að breyta baðinu mínu ég er búin að safna fyrir því vona bara að gröfturinn verði ekki of dýr þannig að þá tek ég allt í gegn inná baði sem að verur bara flott. Og svo hehe doldið mikið af svo-um hjá mér but anyway þá langar mér að safna fyrir því að gera eldhúsið hjá mér flott á bara eftir að teikna alminnilega og mæla út og sjá svo hvort að maður geti leyft sér það fyrir eða eftir jól..
Svo er nú komið að það er farið að hausta og ég komin með fiðring í tærnar og puttana að skella mér í sláturstíð þar sem að ég er nú single og barnlaus að þá langar mig voða mikið að skella mér svona til að rifja upp búin að vera í 4 vertíðum og finnst alveg meiriháttar að komast svona aðeins í burtu og breyta til og já vinna nú kannski fyrir kaupinu sínu.
Þá er það Hvammstangi sem að kemur sterklega til greina hjá mér þetta árið þar er stabilt fyrirtæki og ágætis staður til að vera á en svo aftur á móti virðist nú vera einhverskona húsnæðis hallæri þannig að ég þarf helst ef að ég get að redda mér þaki yfir höfuðið svo að ég endi ekki í einhverju pökkuðu herbergi með einhverjum ókunnugum ekkert voða spennandi.
Og í Búðardal er enn allt á huldu þar og ekki veit ég hvernig það fer en ég væri nú alveg til í tangann bara svona til að breyta líka aðeins til.
Jæja ég er nú búin að blaðra alltof mikið þarf að fara huga að þvóttavélinni minni ég held að hún sé ekki alveg að meika það það eru einhverjir skruðningar og læti í henni mér líst ekki alveg á þetta.
OVER AND OUT..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli