Jæja ég hef verið alveg að kafna úr leti við að blogga en ætla nú aðeins að reyna bæta úr því reyndar er Davíð búinn að vera fastru í tölvunni minni hann er búinn að vera veikur og settist hér að á meðan og fór að spila Larry í pc því að hans pc er biluð og núna er hann búinn að klára hann þannig að talvan er all mine.
Voða svo sem lítið að frétta af mér bara búin að vera að vinna og vinna á fullu. Var að vinna bara í annari búðinni á laugardag og ákvað þá að kíkja á Hrefnu í smá spil og öllara ég sem að ætlaði að vera edrú þessa helgi því að ég ætla fara á þorrablót í búðardal um helgina bara að vona að fríið mitt standi annars verð ég geðveik fór nebbla ekkert í fyrra.
Svo veit ég ekki alveg hvernig fer hvort að ég fari ein því að Laura hún greyjið kemst ekki og ekki halli og krissa og ekki heldur Guðveig og Einar þau komast ekki heldur þau voru að fá íbúðina sína afhensa sl.helgi og eru náttla blönk núna.
En skítt með það Erla og maggi ætla koma og Inga og Gulli koma reyndar bara á ballið.Ég er að stefna á að fara á föstudeginum og slappa aðeins af í sveitinni hlakka ekkert smá til, var meira að segja að pæla koma heim á mánudeginum ef að Davíð kemur ekki með því að hann á að vinna á mánudeginum en ég ekki fyrr en um kvöldið.Hann var jafnvel að spá að fara í bústað samt ekkert búinn að ákveða sig.
Annars var bara ágætis stuð hjá Hrefnu svo fórum við í partý hjá Lindu og Óskari það var fínt þar ágætisstemming en við vorum svo fullbókaðar að við stoppuðum stutt þar og þá lá leiðin heim til Ragga og var stoppað þar og svo ætluðum við í Partý til Jóhönnu líka en klukkan var orðin svo margt að við ákváðum bara að kíkja á Traffic.Var alveg sauðdrukkinn og það var geggt gaman bara var komin heim um 5 minnir mig og var svo ýkt hress daginn eftir sem að var nú gott þar sem að ég þurfti að vinna um kveldið.
Jæja nenni ekki að skrifa meira en hvernig er það ætlar fólk ekkert að skrifa í gestó hin datt bara út og var með eikka fokk þannig að ég er komin með nýja.Reyni svo eikka að tjá mig áður en að ég fer vestur að keep u posted.
OVER AND OUT..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli