sunnudagur, janúar 30, 2005

Þá er ég komin heim aftur

Já eins og flestir vita að þá er nú búið að vera pínu flakk á mér þessa dagana og bara búin að hafa það notarlegt í sveitinni.Var að vinna í bænum á föstudag og svo fór stefnan hjá mér vestur í dalina enn eina ferðina enn.Gisti hjá Erlu og skellti mér svo á þorrablót í Saurbænum með stelpunum það var þrusugaman dansað langt fram eftir nóttu og svo haldið heim á leið. Var nú kannski ekkert voða hress í dag eila ekkert þunn en alveg svakalega þreytt svaf lítið í nótt eins og venjulega þegar ég fer á fyllerí þá næ ég bara aldrei að sofa mikið búhú.

Var vöknuð bara um 10 og ákvað að reyna kannski bara að leggja snemma í hann svona til að geta nýtt daginn hérna heima beið nú samt eftir matnum Erla eldaði alveg æðislegan kjúlla át hann og lagði svo bara fljótlega í hann suður alltaf gott að koma heim þó svo að heimili Erlu er nú líka mitt heimili.

Ég er alveg farin að fá fráhvarfseinkenni að hafa ekki farið á Traffic í rúmar 2 vikur úff en hugsa meira að segja að ég komist ekki heldur næstu helgi þá er stefnan tekin á bústað með crewinu er samt ekki alveg að nenna því hugsa jafnvel að reyna vera heima og chilla svona til tilbreytingar en já ég veit nú ekki hvað mar segjir það oft hehe annars er svo ammili hjá Hrefnu helgina á eftir bústað minnir mig úff já alveg brjál að gera núna mar er bara að verða kominn í gott drykkjuform fyrir sumarið.

Annars er nú voða lítið að frétta ætla núna að vera duglegri að vinna í feb,mars og apríl nota bene til þess að geta tekið mér frí í svona 2-3 vikur í mai til þess að fara í sauðburð já ég veit að ykkur þykjir ég nú væntanlega eikka skrítin en eins og að mér sé ekki sama þetta er ýkt gaman og mér finnst bara allir hafa gott af þessu.

Er búin að setja inn myndir af þorrablótinu í Búðardal en ég var á svo mikilli hraðferð í Saurbæinn að ég gleymdi alveg að taka með vélina þar en hinar verða bara að duga eru kannski ekki margar en það má víst ekki birta hvað sem er þannig að ég setti svona þær sem má birta hehe já góða skemmtun ætla fara henda hununum út og leggjast svo í bælið að glápa á tv.

OVER AND OUT..

Engin ummæli: