mánudagur, ágúst 15, 2005

Danske Dage eða álíka

Jæja þetta var nú meiri helgin úff já óhætt að segja það.Á föstudag lögðum við Davíð á stað í hólminn að hitta Hrefnu og Óla þau voru svo góð að tjalda fyrir okkur svo lá Davíð eikka svo á að komast af stað um morguninn að ég gleymdi að taka koddana með og úlpurnar já svona er þetta þegar að ég ein þarf að hugsa fyrir öllu þá geta hlutirnir nú gleymst;) Við vorum komin þarna svona seinnipartinn í fínu veðri og það var bra komið sér fyrir og rölt um svæðið á meðan Davíð lagði sig svo elduðum við kveldmatinn og fengum okkur í glas svo var sungið og trallað alveg meiriháttar fjör röltum aðeins niðrí bæ þar var böns böns af fólki og við ákváðum að fara bra aftur upp í tjald að tralla.Svo um nóttina vá hvað það varð kalt ég gat ekki sofið fyrir kulda að ég vakti Davíð og við skriðum bra upp í vagn til Hrefnu að kúra.

Vöknuðum svo snemma ég og Hrefna og fórum bara að dunda okkur svo vöktum við strákana og röltum niðrí bæ vá hvað það var mikið af fólki og alveg nóg að gerast fullt af sölubásum og við tvær kaupóðar heheh hittum svo Helenu í einum af básunum og hún var svo yndisleg að lána mér myndavélina sína því að mín gleymdi náttla sinni í tjaldinu kemur á óvart tók helling myndir hjá henni og svo já var bra farið til baka og grillað og svona svo skelltum við okkur í sturtu ég og Hrefna vá hvað var skítkalt þegar mar kom úr henni brrrra kalt svo var farið að skella í sig bjór reyndar vorum við báðar með svo mikinn brjóstsviða að það var erfitt að drekka.
Svo þurfti ég að pakka niður því sem að Davíð ætlaði að taka með sér suður já kemur á óvart;) því að hann nennti ekki að vera lengur þar sem að það spáði rigningu á sunnudegunum þannig að mín var bara skilin eftir:( svo er það nú varla frásögufærandi þegar að ég var að taka niður útilegu borðið var eikka svo stíft að mín rotaði næstum sjálfan sig bólgnaði í andlitinu og núna þá er ég með glóðurauga gaman gaman en þetta er nú mitt fyrsta glóðurauga.

Svo stuttu eftir að Davíð fór að þá kom Inga heiða í heimsókn og fékk sér í glas það urðu nú smá hasar því að Danni frændi var eikka vel æstur að löggan kom og tókann í burtu og svo róaðist þetta nú held nú samt að Ingu hafi nú ekkert litist á þetta en hún ákvað þó að drekka meira og reyna gera gott úr þessu kveldi fyrst að hún var nú komin alla þessa leið.Sungið var og trallað í tjaldinu og svo ákáðum við að skella okkur niðrí bæ á flugeldasýninguna sem að var nú þokkaleg svo var reynt að djamma held nú samt að Inga hafi verið mest í glasi.

Svo var kíkt á Narfeyrarstofu og það var nú bara pakkað þar og ekki gaman þannig að við reyndum 5fiska og sama sagan og við sögðum Ingu að við vildum heim hún var nú ekkert á því og trylltist bara í frekjukasti að við höfum dregið hana þangað og svo ekkert nennt að drekka og fór eila bara í fýlu DÆSUS mar já sumt fólk en ég meina hvað er gaman að sitja inn á pöbb sem að þu færð ekki einu sinni sæti til að sitja á og troðið.Við skildum hana bara eikka eftir hjá óla meðan að við löbbuðum í bakaríið og svo hittum við þau á miðri leið og þegar að við vorum alveg að koma á tjaldsvæðið þá settist Inga niður og fór eikka að skæla og garga og ég sagði henni bara að hætta þessu bulli og koma bara með okkur upp í tjald hún hélt ekki og ætlaði að rjúka í burtu og ég greip í peysuna hennar og alveg hey láttu ekki svona og hún bra trylltist og lamdi mig með veskinu sínu og þá lamdi ég hana bra með flöskunni minni já hörku hasar bara og ég býst nú ekki við það að hitta hana aftur á næstunni.

Allavega ég sendi henni sms hvort að hún væri búin að jafna sig og hún bra eikka bleh bleh bleh og sagði svo að ég hafi látið eins og einhver geðsjúklingur Halló Dramaqueen já óhætt að segja það en ég meina ég hefði aldrei lamið hana nema útaf hún lamdi mig fyrst en svo sagði ég eikka með hana og Gulla fyrir framan Óla og það er ekki eins og að hann fari að blaðra já þetta var nú meiri helv... vitleysan ég er farin að halda að það sé eikka farið að setja útí vínið hjá fólki síðustu helgi þá var einhver kani stunginn á Traffic og svo síðustu nótt var einhver kani skotinn og hann dó ég meina hvað er eila að verða að þessu lið mar bara spyr en jæja ætli það sé ekki bara best að fara halda áfram að ganga frá útilegu draslinu því ekki gerir það einhver annar en ég:)

OVER AND OUT..

Engin ummæli: