þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Komnar myndir

Jæja myndirnar frá versló og Dönskum dögum erum komnar inn neðst í linkana mína.

Annars er allt gott að frétta ekkert gengur að fá röddina mína aftur ekkert svaka gaman en svona er þetta víst mar verður bara að taka því þegar að mar klæðir sig ekki nógu vel. Fór að vinna í morgun en held nú samt að ég ætti nú að halda mér inni á meðan þetta gengur yfir.Það er búin að bjóða mér í 3 smalmennskur í haust hefði verið fleiri en þar sem að ég og Inga erum ekki alveg bestu vinkonur núna þá hugsa ég að það verði ekkert smalað með henni þetta haustið. Ég fer að smala með þeim á Höskuldsstöðum svo heyrði ég í Pétri í gær og hann var að spá að dofla mig að kíkja kannski bara norður og smala þar jafnvel fara í hrossasmölun það gæti nú verið þokkalega gaman skal ég segja ykkur er allavega búin að fara í stóðréttir og það var svaka stuð í þeim og hugsa að ég skelli mér aftur þetta árið ef að mar fær gistingu en hann ætlar að reyna að redda mér góðu hrossi til að fara á sem að væri náttla bara snilld svo er bra spurningin hvort að Davíð verði að vinna eða ekki er ekki viss um að hann sé eikka að fíla svona dótarí hann getur þá bra verið heima og gert eikka þar eða verið já að vinna bra.

Svo er menningarnótt um helgina hugsa að mar kannski spjalli við stúlkukindurnar að skella sér á hana það gæti verið gaman ef að veðrið sé í góðum fíling þá er oftast miklu meira að gerast og svona.

Jæja látum þetta gott heita í bili og hvernig væri nú að þið sem að lesið færuð nú að kvitta í gestabókina mína svona áður en að hún drepst. hmmmm.

OVER AND OUT..

Engin ummæli: