föstudagur, september 16, 2005

Jæja þá er mar kominn í sveitina

Oh get ekki líst því hvað það er gott að vera komin í sveitina er að fara smala á morgun það er skítaveður hérna núna en það er bara aukaatriði hugsa að skella mér í smá reiðtúr á eftir ef að það lægjir.Svo verður lagt að stað uppúr 5 í fyrrmálið.Og þá verður riðið á fjall inn í Laxárdal og komið niður einhverntímann eftir hádegi svo verður réttað á sunnudeginum.

Jæja sko ferðin byrjaði í gær bara vel þurfti að koma reyndar við á einum stað í bænum í gær og dæsus hvað ég á aldrei eftir að bíða þess bætur haldiði ekki að kellingin hafi ekki bara sest á klóið sem að er við hlið á eldhúsinu hennar og bara byrjað að drulla á fullu vá ég hélt ég yrði ekki eldri því að hún hafði bara opið og kjaftaði og kjaftaði common !!!!!

Svo var bara fínt veður í gær þegar að ég kom og ég ætlaði á bak en þar sem að ég var að elda matinn og sonna fyrir heimilisfólkið þá var orðið svo dimmt þegar að við vorum búin að éta.En það er nógur tími eftir.

Þó svo að ég sé jafnvel að pæla að fara heim fékk nebbla slæmar fréttir í morgun pabbi minn var lagður inn á sjúkrahús því hann átti svo erfitt með að anda í nótt og er núna í einhverjum rannsóknum og tengdur við línurit :(:(:(:( en mamma sagði að þetta væri ekkert alvarlegt en ég meina ef að eikka kemur upp á þá er ég alveg næstum 3 tíma í burtu oh ég bara fól eila að skæla í morgun og skammast mín bara ekkert fyrir það en mamma ætlar að láta mig vita þegar að hjartasérfræðingurinn er búinn að koma og tala við pabba og kannski með einhverjar niðurstöður úr blóðprufum.Vona bara að allt saman fari vel.

Ætla fara hjálpa magga að stússast ég reyni að vera í bandi við ykkur um helgina annars blogga ég bra þegar að ég kem heim,og ekki gleyma gestabókinni minni alltaf gaman að fá nýjar færslur;);)

OVER AND OUT..

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ skvís..!!! jamm é vona að þú skemmtir þér vel.. rektu nokkrar rollur fyrir mig, nú aþþí að é labaði fyrir þig á miðvikud.. :( manstu ? ? leitt með pabba þinn.. vona að hann hressist sem fyrst..!! ;)