Þú skalt umgangast þá sem umgangast þig.
Gefðu aldrei nokkrum manni jólaköku.
Horfðu aldrei á kjötiðnaðarmenn að störfum.
-Vertu einhvern tímann viðstaddur réttarhöld.
-Finndu þér sæti fremst þegar þú ferð á fundi.
-Láttu ekki eignir þínar eignast þig.
-Farðu í stríð við ruslið.
-Sendu fullt af jólakortum.
-Höggðu sjálfur í eldinn.
-Gleðstu yfir velgengni annarra.
-Deildu heiðri.
-Lestu fyrir börnin þín.
-Syngdu fyrir börnin þín.
-Hlustaðu á börnin þín.
-Hafðu ökuljósin kveikt.
-Aktu ekki of nálægt öðrum.
-Gerstu líffæragjafi.
-Gerðu meira en ætlast er til.
-Eigðu vin sem á húsbíl.
-Hældu þremur manneskjum á dag.
-Eigðu hund.
-Mundu afmælisdaga.
-Vertu almennilegur við gengilbeinur.
-Horfðu á sólina koma upp minnst einu sinni á ári.
-Heilsaðu með þéttu handtaki.
-Horfðu í augu fólks.
-Lærðu að elda góða kjötkássu.
-Plantaðu blómum á hverju vori.
-Eigðu vönduð hljómtæki.
-Vertu fyrri til að heilsa.
-Lifðu ekki um efni fram.
-Vertu í burstuðum skóm.
-Notaðu tannþráð.
-Vertu fyrri til að slá frá þér.
-Skilaðu öllu sem þú færð að láni.
-Taktu einhvern tíma að þér kennslu.
-Taktu einhvern tíma þátt í námskeiði.
-Kauptu aldrei hús án arins.
-Hafðu klukkuna þína fimm mínútum fljótari.
-Lærðu erlend mál.
-Borgaðu reikningana tímanlega.
-Spilaðu körfubolta.
-Taktu einhvern með þér í keiluspil.
-Lærðu að fara rétt með skotvopn.
-Slökktu á sjónvarpinu í matartíma.
-Syngdu í kór.
-Kynnstu góðum lögfræðingi endurskoðanda og pípara.
-Gefðu þér tíma til að anda að þér rósailmi.
-Stefndu að snilld en ekki fullkomleika.
-Stattu upp þegar þú syngur þjóðsönginn.
-Vertu djarfhuga en góðhjartaður.
-Notaðu öriggisbeltin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli