mánudagur, mars 01, 2004

Þú veist að þú átt alvöru jeppa þegar að...

1. Þegar þú notar slöngu til að hreinsa hann að innan og utan.


2. Þegar beyglur og rispur eru undurfalleg ummerki ferðanna.

3. Þegar þú veltir honum og verður ekki brjálaður.


4. Mamma þín kemst ekki upp í hann án þinnar hjálpar.

5. Þegar þú ferð með vinum þínum ég jeppaferð og þau segja: "slóð!! ég sé enga slóð!!!

6. Þegar þú loksins þrífur jeppan þinn halda allir að þú hafir verið að kaupa þér nýjan jeppa.

7. Þegar þú ert með auka byrgðir af öllu því að þú veist aldrei hvar þú munt enda.

8. Þegar þú ert að laga eitthvað í bílnum þínum í matartímanum í vinnunni.

9. Þegar þú notar sköfuna til að taka ísinn innan úr rúðunni.

10. Þegar farþeginn öskrar "EKKI VELTA HONUM" þegar þú ert að keyra.

11. Allar blaðsíðurnar í viðgerðarbókinni hafa olíu handaför.


12. Þú eyðir meirum tíma undir bílnum heldur en maka þínum.

13. Þegar þú kvartar yfir öllu en brosir þegar þú gerðir við það ALVEG SJÁLFUR!


14. Þegar þér finnst að drullubrúnn ætti að vera litur sem er framleiddur sem málning.

15. Þegar þú ert leiður fyrir hönd hans sem á milljón króna Toyota Land Cruiser, sem getur ekki leikið sér.

16. Þú ert sá eini sem mokar bílinn þinn ekki út ur stæðinu.

17. Öll dekk sem ná ekki upp að mitti líta út eins og kleinuhringar.

Engin ummæli: