laugardagur, september 18, 2004

10 rómantísk ráð

10 Rómantísk ráð


Gefðu ástinni 12 rósir. Ellefu rauðar og eina hvíta. Láttu kort fylgja með sem á stendur: Með þessum rósum munt þú sjá að það er aðeins ein sem stendur upp úr ...og það ert þú.

Taktu sjónvarpið úr sambandi og settu miða á skjáinn sem á stendur: Kveiktu frekar á mér í kvöld ástin mín.

Skrifaðu fallegt ástarbréf og sendu það í pósti. Skrifaðu miða með sem á stendur t.d. "Ég elska þig".

Klipptu það niður í pússluspil fyrir makann til að raða saman.Klipptu stjörnuspá makans úr blaði dagsins.

Skrifaðu miða sem á stendur "Ég ætla að sjá til þess að stjörnuspáin þín rætist í dag" Þú getur afhent miðann t.d. áður en þú ferð í vinnuna.

Settu smáuglýsingu í Fréttablaðið sem aðeins þið skiljið. T.d. afmæliskveðja eða merkan dag í sambandinu. Segðu makanum síðan að kíkja á dálkinn í blaðinu.

Bjóddu makanum út að borða. Bittu fyrir augun og keyrðu um þannig að áfangastaðurinn verður óvænt ánægja.

Stjanaðu við makann og láttu renna í baðið. Notaðu næga freyðisápu. Skrifaðu fallega ástarjátningu á miða og settu miðann í flösku með korktappa. Settu flöskuna síðan í baðið.

Einnig er sniðugt að skrifa í leiðinni "Ég elska þig" á baðherbergisspegilinn með sápu.

Taktu rafmagnið af íbúðinni. Láttu slóð af logandi kertum liggja inn í svefnherbergið. Vertu tilbúin í svefnherberginu þegar makinn kemur.
(tekið af romantik.is)

Engin ummæli: