fimmtudagur, september 30, 2004

Nóg að gera

Hæ það er nú bara þokkalegt búið að vera um hjá mér. Baðið mjakast og mjakast búin að setja inn fleiri myndir hugsa að þetta verði nú bara reddy um helgina.Jójó kom og setti upp ofninn fyrir mig í kvöld og pabbi og Dolli eru að hamast að setja upp innréttinguna og á morgun koma þeir og setja upp ljósið og gardínurnar og svo ætla ég að kaupa blöndunuar tækin á morgun og stefni á að komast í heitt bað og ískaldan bjór og kertaljós umm bara nice.

hmm já talandi um að það er nú stundum erfitt að ákveða sig sko þannig er það nú að fyrst að mar er nú single á annað borð er manni farið að kitla í fæturnar að breyta til og talandi um að breyta um umhverfi VÁ hvað ég væri nú til í það. Ég get fengið vinnu norður á Hvammstanga í sláturhúsinu og líka norðan heiða en málið er nú bara húsnæðisskortur búin að hringja í 2 kellingar og það er fullt hjá annari og hin ætlar ekkert að leigja reyndar sagðist Pétur vita um bæ sem að myndi kannski losna það er nebbla doldið vesen á leigjendunum þannig að hann ætlar að láta mig vita. En ef að eitthvað losnar bráðlega hugsa ég nú bara að skella mér fyrst að það er nú ekkert að halda í mig hérna lengur þá er alveg eins gott að drullast til að gera eikka sem að manni langar virkilega að gera.

Ég gæti nebbla alveg hugsað mér að flytja héðan og vera annarstaðar í einhvern tíma það er sko alveg fyrir mig að vera einhver staðar útí buska það fíla ég ;)

Annað að frétta sko þannig er það nú að mín setti auglýsingu í blaðið um að fá að komast í sveit og vitiði hvað blaðið það kom út í dag og það hringdi strax einhver kall að austan og vildi bara fá mig helst strax í dag.Hann er með um 50 beljur og myndi vilja hafa mig í allan vetur og HELL YEAH hvað ég er til í það en gallinn er sá að launin eru ekki alveg uppá sitt besta en vá ef að ég byggji ennþá hjá ma og pa þá myndi ég nú ekki hika við að fara þetta er náttla draumurinn minn að vera í þessum bransa og ég þarf að hugsa mig um kannski að það sé bara skynsamlegra að skella sér bara á tangann mar getur þá allavega unnið einhverja yfirvinnu og haft það aðeins betur.
Anyway keep you posted on that..

Vá vona nú að þið nennið að lesa þetta allt saman runan er nú bara að ganga núna úff

Svo í kvöld fékk ég óvænta hringingu hún Íris frænka var að ringa í mig og vildi fá að kíkja með hann Njalla franda í heimsókn við erum nebbla alltaf á leiðini að fara saman út að labba hóst hóst en svo höfum við bara verið svo uppteknar en við reynum nú kannski að fara bæta úr því þau eru allavega búin að hittast og brjóta ísinn þannig að ég hugsa að þetta nuni nú alveg ganga þegar að við förum að labba því að eins og var í göngunum að þá var alltaf nánast allt í goody þegar að við vorum á ferðinni.
Kútur tuskaðist smá í Njalla greyjið en svo var þetta svona lala en við bætum bara úr því jæja ætli að ég sé ekki búin að blaðra alltof mikið þarf að fara halda áfram að þrífa vaskahúsið set linkinn á myndirnar fyrir ofan það eru líka myndir af Njalla.
Svo eru hvolparnir hennar Týru tilbúnir á nýtt heimili

OVER AND OUT

Engin ummæli: