mánudagur, september 20, 2004

Allt að mjakast

Jæja baðið mjakast og mjakast farin að koma ansi fín mynd af þessu nenni reyndar ekki að taka myndir núna alltof löt en ég skal gera það á morgun og sýna ykkur svo.Það er nú bara komnir veggjir og alles búið að stilla upp baðinu og svo ætlar pabbi minn að koma á morgun og fleyta gólfið inn á baði þá er bara að fara finna mér lit á baðið er alveg í vandræðum.

Sko ég ætla að hafa bláar flísar sem að ég er búin að kaupa og svo hvíta innréttingu og veit ekki hvort að ég eigi að hafa bláan,bleikan eða grænan lit á baðinu.Þar sem að baðið er svo lítið þá er betra að hafa ljósan lit en ég hef ekki ennþá fundið réttan lit af bláum kannski að ég reyni að setja bleikan u see bleikt og blátt sem að var einu sinni hehe allavega ég hugsa að ég fari bara með flísina niðreftir og fái bara að máta einhverja liti við. Læt ykkur svo vita.

JÆJA Já jæja vitiði hvað ég fór ekkert að djamma um helgina vá hvað það eru mikil framför til hamingju til mín ;) ég fékk mér samt einn öllara áður en að ég fór í vinnuna og svo einn fyrir svefninn bara ljúft verð nú samt að spara bjórinn þangað til að baðið verður reddy ekkert betra en að liggja í sjóðandi heitu baði , kertaljós og ískaldan bjór ummm ég sé þetta alveg fyrir mér hvað með ykkur hehe.

Svo er nú littli fuglinn floginn úr hreiðrinu er sko að tala um hana Lindu vinkonu mína hún ætlaði að flytja ásamt dóttur sinni til kærasta síns sem að mér finnst alveg út í hött NEI bara grín veit nebbla að hún les þetta hehe mér finnst þetta meiriháttar hjólin loksins farin að snúast hjá henni hún náði sér í yndislegan strák sem að hún á svo virkilega skilið. Elsku krúttið mitt til hamingju með útflutninginn og gangi ykkur vel ;)

Ætli það sé ekki best að fara annahvort að glápa á mynd eða halda áfram að taka til þó að ég nenni því nú ekki alveg en þar sem að ég er nú mikill nátthrafn að þá skiptir það svo sem ekki miklu máli klukkutími til eða frá..

OVER AND OUT..

Engin ummæli: