föstudagur, febrúar 17, 2006

Loforð er víst loforð

Já ég lofaði víst að fara blogga so here goes...

Allt að gerast bara hjá minni en eigum við ekki bara að byrja á síðustu viku,já hún Jóhanna mín bauð mér á konukveld hjá létt 967 og það var sko drullugaman skemmtileg atriði og stemming fyrir utan fullu kellingarnar fyrir aftan okkur dæs hvað við vorum að verða geðveikar,svo kom hlé og margar búðir opnar og það var ýmis tilboð í gangi fyrir okkur konurnar allt voða flott geggt gaman bara þannig að Jóhanna takk fyrir mig.Svo var bara tekið því rólega á föstudeginum var eikka svo þreytt að ég bara nennti ekki alveg að fara gera neitt og var bara sofnuð snemma.Á laugardeginum var ég að vinna á Stuðkveldi hjá karlakórnum og það var bara mjög gaman allir voða hressir og náttla ánægðir með kjelluna já hún er náttla bara dugleg;) Svo fór ég bara smá rúnt með Beggu vinkonu minni en ég var eikka svo slöpp að ég fór bara heim til mín að sofa.
Á sunnudeginum var bara rólegheit og fór svo að vinna og gerði bara mest lítið þann dag nema jú fór út í Helguvík með hundana er farin að fara þangað bara á hverjum degi hef nú verið alltof löt að fara labba reyndar ekkert nennt því í þessu veðri sem að er búið að vera.

Á sl.miðvikudag fór ég í litun hjá Hildi og stóð daman sig bara mjög vel hún er efnileg hárgreiðslu dama:) svo rúllaði ég bara heim svo í morgun var það bara ræktin og stúss og svo á morgun er náttla aðal geimið og hvet ég alla til að koma á kúttmagakvöldið og ballið um kveldið ég ætlaði nú ásamt Jóhönnu að fara á matinn líka en er svo bara ekki að tíma því mar getur nú stundum líka verið blankur.En vil allavega komast hress og kát á ballið horfa á eurovision úrslitin og vona að Silvía Nótt komist áfram hún er bara algjör snillingur já og svo ætlum við bra að spila eða eikka þar til að við förum á ballið;)

Já og stórar fréttir allt að gerast sjáiði til sko mín er búin að selja íbúðina og gæði nú slatta bra af því og svo erum við búin að kaupa aðra íbúð og fáum hana afhenta 18.mars jafnvel fyrr og ég á að afhenda mína 1.apríl þannig að við ætlum að mála og sonna áður en að við flytjum inn þetta er 3 herbergja íbúð og með stórum bílskúr svo ætlum við að smíða pall og setja heitan pott upp við skúrinn og svo sturtu inn í skúr þannig pottapartý hjá mér hehehe jebb vá við erum ekkert smá gröð nei meinti glöð muhahaha jáds það er sko allt að gerast þarf svo að fara í bónus og ath með kassa þar sem að ég gaf henni mömmu minni alla kassana mína sem að ég var búin að safna þegar að ég ætlaði að flytja síðast en svo fékk ég bara svo frábært tilboð í mína að ég gat ekki hafnað því.
Fór svo til Dísu í dag í plokkunn og sonna til að vera náttla sæt og fín er það náttla alltaf:) en já það er svo ógeðslega margt sem að ég á eftir að gera þannig að ég bið bara að heilsa í bili og sjáumst öll vonandi á ballinu.

OVER AND OUT..

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU með að vera búin að selja íbúðina o búin að kufta nýja..!! þú verður að segja mér hvar hún er so é geti farið að skoða hana þegar é er að keyra um..!!!

thora sagði...

já mar audda geri ég það ætla bara ekki að setja heimilisfangið á netið tell u in person;)

Nafnlaus sagði...

hæ sæta:) takk fyrir síðast;) kv birgitta

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með söluna , og nýju íbúðina.
Kveðja Fyrrv.nágrannakona