fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Loksins netdrasl komið

Jæja afsakið bloggleysið í mér en ég hef löggilda afsökun þar sem að netið mitt bilaði djö var ég brjáluð og vá hvað mar er eila orðinn háður því.Allt svo sem gott að frétta nema að ég er bara fárveik byrjaði með smá verk í hálsinum öss og greyjið Davíð núna er ég búin að smita hann þannig að við erum bra 2 heima að chilla lasin Hulda systir ætlar að koma hérna á eftir og kenna mér að klippa Davíð keyptum nebbla rakvél í gær og við þykjumst nebbla ætla að spara:) og ég klippi hann sjálf sniðug ha já það held ég nú.

Ætlaði mér nú að vera edrú um helgina en viti menn þá frétti ég bara að á móti sól er að spila um helgina á Traffic og ég er sko ekki að fara missa af því,svo er ég og Helena að fara keppa í réttstöðulyftu á laugardaginn er svo að reyna að dobbla hana að láta renna í pottinn og slurka í sig bjór eftir mótið þar sem að við erum báðar einar í okkar flokki og verðum þar að leiðandi sigurvegarar muhahah en ég reikna nú með að hún vinni samt mótið þar sem að hún tekur 10kg meira en ég en þetta kemur bara allt í ljós:)

Já kíktum aðeins á djammið síðustu helgi og það var bara fínt hefði viljað fá eina með sem að vildi ekki koma með það hefði sko verið ennþá meira gaman;)en sonna er þetta mar fær ekki allt sem að mar vill en hennar tími mun koma:)en já jæja Hulda fer að koma ætla fara knúsa litlu frænku mína aðeins heyri bra betur í ykkur seinna og hvernig væri nú að fara virkja gestabókina mína held að hún sé að mygla.

Hulda Til hamingju með afmælið þitt í dag ;)

OVER AND OUT..

Engin ummæli: