fimmtudagur, júlí 29, 2004

Eyjar here I come

Jæja mjög langt síðan að ég hef skrifað eikkað er enn að bíða eftir að netið verði tengt hjá mér fékk að koma aðeins á netið hjá múttu en allaveg það verður langt síðan að ég get bloggað næst er að fara til eyja og kem ekki heim fyrr en á þriðjudag og vona að netið verði komið inn hjá mér ég keypti mér tengjingu hjá ogvodafone 20.júlí og er ekkert ennþá komið geggt glatað. Jæja þarf að gera mig klára og sækja dótið til stelpnana.
OVER AND OUT.

sunnudagur, júlí 18, 2004

Góð afsökun

Jæja það er allt gott að frétta hef góða afsökun fyrir blogg leysinu mínu talvan er búin að vera í tómu tjóni alltaf frosin og eitthvað dæmi alveg hundleiðinlegt og ég hef bara ekkert nennt að kveikja á henni tók alveg mörg ár að komast inn á eitthvað en fyrrverandi kom nú og bjargaði málunum í gær og kíkti á tölvuna og lagaði það sem þurfti að laga.Annars fór ég nú og keypti mér tölvu á föstudaginn og sækji hana á þriðjudaginn þannig að ég veit ekki hvort eð ég verði kannski líka eikka blogglaus í næstu viku á nebbla eftir að kaupa nýja tengjingu því að hann tekur tölvuna og tenginguna hann  á það.Var í matarboði í gær og umm hvað maturinn bráðnaði í munninum hjá mér við borðuðum úti á verönd í steikjandi hita það var bara eins og að vera í útlöndum.Svo drakk ég bara Asti Santero með matnum því að ég drekk ekki rauðvín eins og þau og svo endaði þetta bara með heljarinnar fyllerí og við skruppum niðrí bæ og drukkum og dönsuðum ég er ekki spennt fyrir að fá yfirlitið af kortinu hjá mér það verður eikka skrautlegt. Ég var svo sauðdrukkin að ég gat ekki labbað heim til mín ég,Hrefna og Óli náðum að dobbla Frank til þess að skutla okkur heim fór eiginlega bara yfir strikið ætlaði ekki að drekka svona mikið svo um leið og ég kom inn lagðist ég uppí rúm og steinrotaðist,var nú hálf glær í morgun ég og Linda kíktum á Olsen og fengum okkur að éta en ég gat ekki einu sinni klárað hamborgarann fór bara aftur heim og lúlla var svo að skríða á fætur áðan keypti mér bara pizzu og kók er miklu hressari núna á svo að fara vinna á eftir hugsa að fara bara og skella mér í sturtu og fríska mig við svona fyrir vinnuna veit ekki hvenær ég kem heim aftur over and out

miðvikudagur, júlí 14, 2004

Eikka

Jæja veit ekki alveg hvað ég á að skrifa ég bara get ekki sofnað að ég ákvað að kíkja hingað aðeins til að skrifa allavega eitthvað.ég var bara að vinna í gærkveldi og svo bara sofa svaf svo frameftir í morgun kíkti á Duus í hádeginu til Lauru og fékk mér súpu.Hún er búin að fá miða á þjóðhátíð og kemur með mér og Lindu og ætlar að vera með okkur og þetta er hennar fyrsta skipti þannig að þetta verður þrusugaman og þetta styttist óðum ekki þessi helgi ekki næsta heldur hin vá hvað það styttist.Kíkti aðeins í bæinn í kvöld sótti bjórinn minn heim til Guðveigar svo að hann yrði nú ekki drukkinn þar um helgina og notaði tækifærið að stoppa hjá Ingu í leiðinni og kíkja á littlu skvísuna hennar algjört krútt.Kom svo heim í seinna lagi og ætlaði mér nú snemma að sofa á að fara vinna í fyrramálið og svo skýrslutöku klukkan eitt uppá löggustöð úff hvað mér kvíður fyrir en ég var ekkert að gera af mér heldur er ég bara vitni í máli sem að vinkona mín er að kæra bara svo að þið farið nú ekki að halda að ég sé einhver krimmi.
Jæja ætla hunska mér uppí rúm.
OVER AND OUT

mánudagur, júlí 12, 2004

Vá geðveikt gaman

Hæhæ eins og ég sagði hérna fyrr var minns að djamma í gær og VÁ hvað það var gaman hef nú ekki skemmt mér svona vel í langan tíma.Fór í partý hjá Halla og Krissu vorum nokkur þar svo skelltum við okur uppí breiðholt til Guðveigar og héldum áfram að djamma þar og skelltum okkur svo á Nelly´s OH MY GOD HVAÐ það var gaman þar bara dansa og dansa útí eitt enginn sem að maður þekkti nema vinirnir sem að voru með mér og við vorum alveg að fríka út.Svo vildi Guðveig fara á Glaumbar hefði nú alveg geta sleppt því það var alveg stappað það og eignlega bara ekkert gaman þar en ég held að næst þegar ég fer að djamma fyrir utan eyjar náttla að þá fer ég aftur í bæinn.Keflavík er nebbla algjörlega dautt pleis skal ég segja ykkur.Svo fékk ég far heim var að dröslast inn um 7.30 og fékk mér að éta og fór svo að sofa vaknaði svo bara hress og kát um 10leytið ekki alveg að meika það get nebbla voða lítið sofið eftir fyllerí og slepp oftast við þynnku hehe.
Svo dröslaði ég mér nú ekkert fram úr fyrr en á hádegi og fór aðeins að ganga frá svo fór ég og Kútur í göngu að sækja bílinn til Halla og svo skelltum við okkur í Bónus vantaði nokkra hluti svona áður en að Linda kæmi í mat.
Sko málið var nebbla að ég keypti ostafyllt lamb frá Norðan Heiða og ummmmmm hvað það var gott sá sko ekki eftir peningnum þar.Ég grillaði það og bauð já semsagt Lindu og Kolbrúnu í mat og jammý jammý þetta bráðnaði bara í munninum.SVo hallaði ég mér nú eftir matinn eða þar til að ég fór í vinnuna og já er bara nýlega komin heim og ætlaði bara aðeins að babbla
en er að fara vinna í fyrramálið og ætla því að fara sofa góða nótt.
OVER AND OUT

laugardagur, júlí 10, 2004

Jæja þá er komið af því

Jæja þá er það fyllerí í kvöld tími til kominn hef ekkert dottið í það í mánuð drukkið kannski 4 bjóra á því tímabili verð nú aðeins að hita upp fyrir eyjar get ekki verið hænuhaus þar því þar er drukkið stíft frá morgni til kvölds.Svaf bara út í dag og svo þegar ég var farin fram úr var eins og að ég hafi fengið rakettu í rassgatið og tók uppá því að þrífa allt hátt og lágt heima hjá mér.Gaurarnir frá hitaveitunni voru svo elskulegir að skipta um öryggi hjá mér að núna get ég bæði þvegið og þurrkað á sama tíma þvílíkur lúxus skal ég segja ykkur eina sem að ég þurfti að gera í staðinn fyrir þá var að þrífa eftir þá sem að var nú alveg ásættanlegt því það sparaði mér alveg heilan helling.Jæja þarf að drífa mig til Halla og Krissu ætla að djúsa með þeim í kvöld.
OVER AND OUT.

Sorglegt

Jæa þetta var nú ekki minn besti dagur í dag.Jarðaförin var hjá Jórunni í dag og vá þvílíkur fjöldi af fólki fjölskyldan hennar er stór og ættingajar og vinir allir saman komnir fyrir hina hinstu kveðju.Þetta var rosalega erfitt.En jæja svona er lífið bara henni líður vonandi betur þarna hinu meginn og nær kannski að jafna sig á sjúkdómnum þar og líður vonandi betur.Ég alveg dauðvorkenndi unnusta hennar hann er jafngamall og ég 23ára og að fylgja unnustu sinni til grafar ekki eldri en þetta og þetta var bara eitthvað sem að enginn bjóst við.Stelpa sem alltaf var brosandi og glöð það alveg geislaði af henni hún var alltaf svo góð við alla og vildi öllum vel.
Jæja þetta er nóg í bili.
Eftir jarðaför kíkti ég aðeins í heimsókn og kom svo heim og grillaði handa mér einni bara voða næs fór í dag í ríkið og keypti mér bjór er doldið farin að langa detta í´ða.
Veit nú samt ekki hvort að það verði eitthvað úr því.VAr að koma heim úr vinnunni þþað var alveg heljarinnar seinkun ekki spennandi.

Hvað er þetta eiginlega með karlmenn ég spyr þeir eru alveg ótrúlegir alltaf ef að þeim vantar eitthvað tala nú ekki um að losa í kvennmann þá eru þeir svo yndælir og góðir alltaf til í knús og svo um leið og þeir eru búnir að losa að þá er maður ekki nothæfur lengur fyrr en þeim vantar næst.Hvað halda þeir að við séum bara einhverja helv... tuskur sem að hægt er að taka upp þegar að þeim vantar og svo skila eftir noktun þangað til næsta skipti ég er alveg orðin djö... pirruð á þessum asnaskapi í þessum köllum engan veginn ásættanlegt skel ég segja ykkur nú fer ég í uppreisn og no more shit for me.

Jæja yfir á góðu nóturnar það eru ekki nema bara 19dagar í þjóðhátíð jibbí jey búin að kaupa mér miða í forsölu og bara all set bara eftir að kaupa brennivín.
Ætla fara lúlla mér heyrumst
OVER AND OUT.

fimmtudagur, júlí 08, 2004

IAV

IAV sem að stendur fyrir íslenskir aðalverktakar.Þeir eru nú alls ekki á mínum vinsældarlista sem stendur.I morgun þurfti ég að vakna klukkan 8 því að það voru að koma kallar frá hitaveitunni til þess að tengja rafmagn ok allt gott og blessað með það en það að þurfa vakna fyrir átta er nú algjör pína og við það að grafa í lausagangi beint fyrir utan svefnherbergisgluggann ég var nú ekki hrifin af því svo þegar ég fór út með hundana voru þeir bara þarna nokkrir í kringum gröfuna að chilla vá hvað ég var pirruð.Jæja ég fékk loksins útborgað í gærkveldi og fékk ekki einu sinni rétt gat verið pirr pirr en jæja hvernig væri nú að líta á björtu hliðarnar búin að pirrast nóg.
22 dagar í Þjóðhátíð vúbbídúbbídú.Búin að fá farseðlana senda heim oh hvað mér hlakkar til þetta styttist óðum,bara stemmingin við það að koma inní dal og byrja að tjalda og kannski opna einn öllara veit kannski ekki hvort að það sé of snemmt við verðum um 6 um morguninn á föstudeginum að skríða útúr Herjólfi JAmmý hvað mar verður myglaður.
NÝSKUPÚKARNIR segji ég nú bara oki svona standa málin akkurat núna heima hjá mér hitaveitan er búin að gera innrás á mitt heimili geðveik skítalykt inná klósetti eftir köttinn sem þeir halda líklega að sé eftir mig lovely not allavega nú eru þeir staddir inní þvottarhúsi og eru að setja stokk utan um strenginn og allt í góðu ákvað nú að nota tækifærið og spyrja hvort að þeir gætu ekki skipt um öryggi svona í leiðinni get nebbla aldrei þvegið og þurrkað á sama tíma doldið pirrandi.Hann já getum athugað það en hitaveitan borgar það ekki fallega hvað geta þeir ekki gert þetta í leiðinni eða hvað GLAÐTAÐ ráðast inn hjá manni eldsnemma um morgun og geta svo ekki gert manni smá greið PFF ekki mínir vinir.
Jæja ég er nú búin að röfla nóg er farið að langa detta rækilega í því svona þurrkur geta kannski haft áhrif á skapið í manni búin að vera edrú í mánuð fallega ekki heilbrigt mar fyrir mig.
OVER AND OUT.

mánudagur, júlí 05, 2004

Hitaveita suðurnesja

Góðan daginn já klukkan er nú ekki margt.Það var bankað upp hjá mér um klukkan hálf níu í morgun og var það hitaveita suðurnesja hún er nú ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagan get ég sagt ykkur,ekki nóg mað það að vekja mann svona snemma held að ég hafi nú ekkert náð að sofna fyrr en um fimmleytið í morgun og því ekki mikið búin að sofa og svo ekki nóg með það að sl.þriðjudag þá tóku þeir vatnið af frá klukkan 7 um morguninn og framyfir hádegi svona loksins þegar að ég var að fara snemma á fætur og þá var ekkert vatn og ég fékk ekki einu sinni tilkynningu um það að vatnið yrði tekið af.Ekki alveg sátt með þessa framistöðu hjá þessu pakki alveg lágmark að láta mann vita þau hérna við hliðina fengu nú bréf kannski að það hafi verið að spara pappírinn konan uppi fékk heldur ekkert að vita um þetta.
Ég þakkaði nú fyrir það að ég átti vatn á flösku sem að ég varð að notast við til þess að bursta tennurnar þetta var nú sko dýr burstun því flaskan er á um 100 kall og svo varð ég að gefa hundunum restina úr flöskunni svo að þeir hefðu eitthvað að drekka meðan að ég var í burtu,já svona getur þetta verið skemmtilegt eða þannig.
Annars er ég nú bara hress fæ vonandi allt útborgað í dag og get þvi loksins farið að borga reikninga og kannski kaupa eitthvað í matinn ekkert búin að geta verslað í langan tíma á ekki einu sinni brauð takk fyrir.Var nú svo dugleg á föstudaginn að ég ákvað að búa mér til túnasalat og svo fattaði ég allt í einu að ég ætti bara ekkert brauð og ekki einu sinni pening fyrir því en þetta reddaðist nú allt saman ég átti snittubrauð í frysti sem að ég hitaði bara í ofninum þá var bara eins og að maður væri með nýbakað brauð svo sem ekkert slæmt við það.

Jæja ekki nema 24dagar í þjóðhátíðina og mér er ekkert smá farið að hlakka mikið til en samt smá smeyk því að mér hlakkar svo mikið til að ég hugsa að þetta endi í skítaveðri og ömurlegt en við veruð bara að vona það besta og muna eftir pollagallanum að sjálfsöðu.
Ætla svo nú bara að sjá hvað ég fæ útborgað í dag og kannski bjóða ónefndum aðila í mat og kósý kvöld í kvöld sándar alls ekkert illa finnst mér á nú reyndar eftir að tala við viðkomandi,hugsa samt að ég verði nú að leggja mig á eftir þegar kallarnir eru búnir að koma hann saði að þeir kæmu uppúr tíu til að tengja og viti menn hún er nú að verða 10,10 og ekki enn komnir.Ég náði nebbla ekkert að sofna aftur áðan að ég drattaðist bara á fætur og fór að taka til á fullu búin að setja í eiena þvottarvél og ryksuga og skúra að hluta til búin að viðra aðeins hundana,hreinsa til í kassanum hjá kisu,taka baðið í gegn vaska upp og ég veit ekki havð og hvað en það er þó kostur get þá nú bara lagt mig á eftir með góðri samvisku og ekkert að huga að þessu í dag allt klárt nema kannski að hengja upp þvottinn sem er nú ekki mikið mál.Jæja vá hvað ég er nú búin að babbla mikið best að fara vafra eitthvað á netinu þangað til að þessir gaurar láti sjá sig og vona bara ða þeir verði fljótir.
OVER AND OUT.

Komin heim

Jæja þá er maður kominn heim úr vinnunni bara nice hefði nú verið til í að eiga smá bjór með baðinu en ég hugsa að ég byrji á því að skella mér í ríkið og kaupa mér kippu til að eiga í ísskápnum svona til vara í vikunni.Það gekk bara vel í vinnunni og var svo sem ágætt.Annað er ekkert að frétta nema að minns langar að fara bara að lúlla mér og reyna að sofa út en framkvæmdirnar byrja snemma á morgun þannig að það er kannski bara best að lúlla sér annars stal ég nú nokkrum eyrnatöppum í flugvél á föstudaginn um að gera reyna að hafa það sem best er það ekki??
jæja ég ég ætla fara skríða upp í góða nótt.
OVER AND OUT

sunnudagur, júlí 04, 2004

Boring

Jæja ekkert spennandi að gerast hérna vakanði ekki fyrr en að verða 3 í dag og átti að vera mætt í fermingarveislu klukkan 3 seinkaði aðeins var nebbla að glápa á tv til að ganga 6 í morgun.Er nýkomin heim er svo að fara skúra þrífa vélar og skúra meira í kvöld nóg að gera hugsa að ég komi í seinni kantinum heim viet ekki hvort að ég nenni að blogga þá.Var svona frekar lengi að skúra í gær hugurinn minn var alveg í klessu eftir að ég frétti að Jórunn hafi hengt sig ég var bara í sjokki og var engan vegin að funkera það að skúra og eiginlega ekki heldur í kvöld.Ótrúlegt að maður sér hana ekki aftur allavega ekki í bili.Jæja en nóg um það get ekki endalaust velt mér uppúr því.
Kisan og hundunum kemur alveg ótrúlega vel saman sem að er bara hið besta mál.Jæja var edrú um helgina 4 helgin í röð mjög svo stolt af því og svo eru ekki nema bara25 dagar í þjóðhátíð vúbbídúbbídú hugsa að ég fái miðana´mína senda heim í vikunni oh mig hlakkar svo til.Getur verið að ég ætli að kíkja vestur næstu helgi á Eiríksstaðarhátíð samt ekki búin að ákveða það ætla sjá til hvað ég fæ útborgað eftir helgina jæja
OVER AND OUT.

laugardagur, júlí 03, 2004

Tár og meiri tár

Jæja langar aðeins að fá að tjá mig.Það var hringt í mig áðan og sagt mér frá því að kunningja kona mín hafi hengt sig í nótt úff þetta var bara eins og blaut tuska í andlitið bjóst engan veginn við þessu.Hún var að vinna á Kaffu Duus og var alltaf svo hress og kát og gaman að koma þarna þegar hún var að vinna.Hún var jafngömul mér 23ára og hún var með anorexiu sem að getur nú brenglað hugann svolítið veit ekki alveg hvort að þetta hafi orðið henni að bana eða eitthvað annað.
Mér finnst svo sorglegt þegar að svona ungt fólk ákveður að taka líf sitt jú kannksi finnst þeim þetta eina leiðin fyrir þau í lífinu sumir verða bara ráðþrota og þar að leiðandi virðist þetta náttla vera besta lausnin til þess að takast á við vandamálið.
Langar að votta öllum mína samhúð.
Í september síðastliðinn missti ég líka vin hann var 20 þegar hann ákvað að taka líf sitt það var svo sorglegt ungur strákur sem að átti allt lífið framundan og góða fjölskylu og svo óendanlega mikið af vinum og þá fór ég að hugsa mig um hvað lífið getur verið stutt og maður verður að fara lifa fyrir sjálfa sig en ekki aðra því maður veit ekkert hvort að maður fái aftur tækifæri til að bæta sitt.
Samt eru náttla til margar skoðanir á svona málum mér reyndar finnst þetta pínu sjálfselska því oftast nær eru fjölsk og vinir tilbúnir að hjálpast að til þess að takast á við vandann þó svo að viðkomandi finnist þess bara ekki þess virði að lifa og það sé bara best að enda þetta því að þá er bara ekkert vandarmál.En þetta setur sv stórt skarð í fjölskyluna og svo erfitt fyrir hana að taka því að barnið sitt sé horfið og kemur aldrei aftur og það hafi ákveðið að gera það sjálf/ur.

Æ ég er kannski bara að bulla málið er bara að ég er hérna alein heima hjá mér og veit bara ekki hvernig mér á að líða þetta bjóst ég alls ekki við að þetta myndi gerast ég veit eiginlega bara ekki hvort að ég eigi að fara gráta eða hvað ég hef engan til þess að halda utanum á meðan ég myndi láta allt fljóta en svona getur þetta verið ég hugsa samt að ég myndi aldrei hafa kjark til þess að gera þetta en sumir eru hugrakkari en aðrir en mega eiga það en allavega finnst mér að fólk eigi að leita sér hjálpar áður en útí svona framkvæmd er farið það hlýtur að vera til hjálp ég vil ekki trúa öðru.
OVER AND OUT

Loksins

Jæja loksins náði ég sofa út bara nice en verst hvað það er rosa stutt þangað til að ég fari að vinna búhú en svona getur þetta verið.Halli vinur minn hringdi í mig og var að bjóða mér að koma með á hestamannamót á Hellu djö... hvað ég væri til í að skella mér þangað en nei nei ég var bara búin að lofa mér í vinnu og gat nú ekki farið að svíkja það og þar að auki er ég bara ekkert búin að fá útborgað það er nú ekkert nýtt voða leiðinlegt að maður veit aldrei hvort að maður fái fyrsta annan eða sjötta yfirleitt ekki eftir það það er bara hundfúlt,hafði ekki einu sinni efná því í gær að borga í húsdýragarðinn hello það kostar ekki nema 450kr ekki sniðugt.
Æ er svo þreytt búin held ég bara að sofa alltof mikið en hlýt nú að hressast þegar að ég fer út.Þarf svo líka að skúra í nótt verð örugglega búin svona um eitt leytið ætli að maður fari ekki bara að lúlla sér þá,þarf nebbla að mæta í fermingu á morgun klukkan 3 ekkert voða spennt fyrir því ætli það verði ekki bara veisla og svo fara vinna.
Jæja ætla fara taka smá til áður en að ég fer í vinnuna.
OVER AND OUT.

Nú styttist í þjóðhátíð

Jæja ég er farin að hlakka svo mikið til að fara á þjóðhátíð með Lindu vinkonu það eru nú ekki nema 26 dagar í hana.Vá hvað okkur er farið að hlakka til hún er búin að fá sína miða senda heim og ég bíð spennt eftir mínum.Bara búin að vera vinna á fullu og reyndar búin að fara bara 3 í reykjavík í vikunni og það er bara fjör. Fór í dag með Lindu og Kolbrúnu i fjölsk og húsdýragarðinn bara gaman henni fannst svo gaman að sjá öll dýrin.Svo núna er bara chill í gangi er bara að spjalla við vin minn í símann og reyna aðeins að blogga svo að maður missi nú ekkert mikið úr annars er voða lítið að frétta af mér bara enn single og bara njóta lífsins hef ekki eldað mér einustu máltíð síðan kallinn flutti út það er bara fínt.Verð bara að vinna alla helgina svo sem bara fínt þá er ég bara búin að vera edrú 4 helgar í röð ekkert smá dugleg finnst mér og ágætt líður bara vel og gott að spara sig fyrir hið mikla fyllerí sem að er framundan.
Var reyndar boðið í útilegu í kvöld með Hrefnu og Óla en minns er náttla að vinna en jæja ætla fara halda áfram að kjafta í símann áður en að ég fer að lúlla mér.
Og eitt enn er búin að fá mér kisu sem að er algjör rófa her er mynd af henni.







OVER AND OUT