mánudagur, júlí 05, 2004

Hitaveita suðurnesja

Góðan daginn já klukkan er nú ekki margt.Það var bankað upp hjá mér um klukkan hálf níu í morgun og var það hitaveita suðurnesja hún er nú ekki í uppáhaldi hjá mér þessa dagan get ég sagt ykkur,ekki nóg mað það að vekja mann svona snemma held að ég hafi nú ekkert náð að sofna fyrr en um fimmleytið í morgun og því ekki mikið búin að sofa og svo ekki nóg með það að sl.þriðjudag þá tóku þeir vatnið af frá klukkan 7 um morguninn og framyfir hádegi svona loksins þegar að ég var að fara snemma á fætur og þá var ekkert vatn og ég fékk ekki einu sinni tilkynningu um það að vatnið yrði tekið af.Ekki alveg sátt með þessa framistöðu hjá þessu pakki alveg lágmark að láta mann vita þau hérna við hliðina fengu nú bréf kannski að það hafi verið að spara pappírinn konan uppi fékk heldur ekkert að vita um þetta.
Ég þakkaði nú fyrir það að ég átti vatn á flösku sem að ég varð að notast við til þess að bursta tennurnar þetta var nú sko dýr burstun því flaskan er á um 100 kall og svo varð ég að gefa hundunum restina úr flöskunni svo að þeir hefðu eitthvað að drekka meðan að ég var í burtu,já svona getur þetta verið skemmtilegt eða þannig.
Annars er ég nú bara hress fæ vonandi allt útborgað í dag og get þvi loksins farið að borga reikninga og kannski kaupa eitthvað í matinn ekkert búin að geta verslað í langan tíma á ekki einu sinni brauð takk fyrir.Var nú svo dugleg á föstudaginn að ég ákvað að búa mér til túnasalat og svo fattaði ég allt í einu að ég ætti bara ekkert brauð og ekki einu sinni pening fyrir því en þetta reddaðist nú allt saman ég átti snittubrauð í frysti sem að ég hitaði bara í ofninum þá var bara eins og að maður væri með nýbakað brauð svo sem ekkert slæmt við það.

Jæja ekki nema 24dagar í þjóðhátíðina og mér er ekkert smá farið að hlakka mikið til en samt smá smeyk því að mér hlakkar svo mikið til að ég hugsa að þetta endi í skítaveðri og ömurlegt en við veruð bara að vona það besta og muna eftir pollagallanum að sjálfsöðu.
Ætla svo nú bara að sjá hvað ég fæ útborgað í dag og kannski bjóða ónefndum aðila í mat og kósý kvöld í kvöld sándar alls ekkert illa finnst mér á nú reyndar eftir að tala við viðkomandi,hugsa samt að ég verði nú að leggja mig á eftir þegar kallarnir eru búnir að koma hann saði að þeir kæmu uppúr tíu til að tengja og viti menn hún er nú að verða 10,10 og ekki enn komnir.Ég náði nebbla ekkert að sofna aftur áðan að ég drattaðist bara á fætur og fór að taka til á fullu búin að setja í eiena þvottarvél og ryksuga og skúra að hluta til búin að viðra aðeins hundana,hreinsa til í kassanum hjá kisu,taka baðið í gegn vaska upp og ég veit ekki havð og hvað en það er þó kostur get þá nú bara lagt mig á eftir með góðri samvisku og ekkert að huga að þessu í dag allt klárt nema kannski að hengja upp þvottinn sem er nú ekki mikið mál.Jæja vá hvað ég er nú búin að babbla mikið best að fara vafra eitthvað á netinu þangað til að þessir gaurar láti sjá sig og vona bara ða þeir verði fljótir.
OVER AND OUT.

Engin ummæli: