þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Smá væmni sem að ég stal hjá systir minni

Til ykkar sem mér þykir vænt um.
Sendið endilega áfram til þeirra sem ykkur þykir vænt um.

"Jákvæða hliðin á lífinu"
Það er dýrt að lifa á þessari jörð, en það er innifalin ókeypis hringferð um sólina á hverju ári.

Afmælisdagar eru góðir fyrir þig - því fleiri sem þú átt, því lengur lifirðu.

Hamingjan kemur inn um dyrnar sem þú veist ekki einu sinni af að þú hefur opnað.

Hefurðu tekið eftir því að fólk sem kemur of seint er oft mikið glaðara en fólk sem hefur þurft að bíða eftir því?

Það getur verið að þú sért stundum eina manneskjan í heiminum, en þú ert líka ef til vill allur heimurinn fyrir eina manneskju.

Sum mistök eru allt of skemmtileg til að gera þau bara einu sinni .

Ekki gráta af því að því er lokið, brostu af því að það gerðist.

Raunverulega hamingjusamur maður er sá sem getur notið þess sem gerist þegar hann endurtekur ferðina.
Eða eins og einn maður sagði - það að vera hamingjusamur er ákvörðun .

Eigðu frábæran dag og vittu að einhver sem þykir þú skipta máli hefur hugsað til þín í dag!..

"Og þessi einhver er ég.".....

Ekki sitja ein að þessum skilaboðum....., sendu þau til einhvers sem er þér svo mikilvægur.... "NÚNA"..
kveðja ÉG

Já ég verð nú bara að segja það

Já get nú ekki annað sagt þessa dagana að ég er nú hálf móðguð út í Huldu systir sko þannig eru málin að hún og kallinn hennar hafa ákveðið að vera heima hjá sér um jólinn því að hún veit ekki hvort að hún verði búin að eiga eða hvort að hún fari jafnvel bara af stað á aðfangadag og þá vill hún ekki vera stödd í sangerði hjá ömmu og afa og eiga eftir að bruna þá í Kef ef að svo kæmi til.

En málið er það að ég er bara ekki að sætta mig við þetta því að ég vil að öll fjölskyldan sé saman á jólunum og hún er stór partur af minni familíu og mér finnst bara að hún eigi að vera þar.
Ég meina ef að barnið er fætt að þá er bara að klæða það vel og ef að hún missir vatnið í sandgerði þá er bara að keyra í Keflavík og eiga þar það tekur nú ekki nema c.a 7mín að keyra á milli.

Hvað finnst ykkur á hún ekki að vera hjá okkur á jólunum því að þetta er svona fjölskyldu tími hún má ekki bara vera heima hjá sér því að það verður ekki eins ég meina ég hef verið með henni hver einustu jól sl.22ár og vil ekki vera án hennar 23árið mitt :(.

Jæja í aðra sálma það er svo sem nóg á dagskrá framundan.Linda,Halli og Óskar eiga öll ammili á föstudag og það verður griðarleg veisla LA Linda í garðinum bolla og alles fjö.. held ég að mar eigi eftir að verða drukkinn hehe og svo á fös er halli að fara á jólahlaðborð og svo þegar að hann er búinn að éta hugsa ég að það verði svo farið heim til hans að djúsa þar fór þessi edrú helgi hehe allavega hvað er þetta manni finnst nú einu sinni gaman að skemmta sér og finnst bara að mar eigi að njóta þess svona á meðan mar er ungur og barnlaus að nýta lífið því að mar veit aldrei hvenær það endar og maður á svo að vera með fjölskyldunni sinni á aðfangadag;)

OVER AND OUT..

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Gamla konan

Já gamla konan var nú bara sagt við mig í gær hmm þannig var nú málið að mar var nú bara svona pínu þunnur og svo fór ég í bæinn að sækja gamla settið Davíð skutlaði mér því að þau voru 4 og á bíl og þurftu að komast heim og dísus mar þegar að ég settist inn í bílinn hjá Davíð hérna í kef þá varð ég biljón sinnum þynnri og var ekki alveg að höndla þessa bílferð, var nánast ekkert búin að éta hafði enga lyst náði að borða næstum hálfan olsen og gat ekki meir og var því náttla drullu svöng og þegar að við vorum að verða komin niðrá laugarveg lét ég Davíð greyjið stoppa í einhverju húsasundi og ældi eins og múkki þar en djöfull leið mér vel eftir á hehe og þá var kveldinu bara svona nokkurnveginn bjargað.

Við kíktum aðeins á kaffi list því að þau vildu fá sér einn bjór áður en að við færum í kef svo skutlaði ég þeim bara á ránna og var því komin heim um 12 leytið og afboðaði að fara með crewinu niðrí bæ og ákvað bara að fara og glápa á mynd og það entist í rúmar 20 mín og þá var mín bara steinsofnuð *roðn* já bara snemma sofnuð á laugardagskveldi hvað er nú langt síðan að það hefur gerst hmm doldið langt en ég misst nú svosem ekkert af neinu mikli gat nýtt daginn þvílíkt í dag fór á fætur bara rúmlega 10 í morgun svaka dugleg.

Svo er ég búin að skreyta pínu þrífa gluggana og gardínurnar í stofunni og setja seríu svaka dugleg (davíð reyndar setti upp seríuna)
Og svo er ég búin að setja eikka af jólaskrauti klára bara á morgun ætla bara snemma á koddann mar verður svo sybbinn á að vakna svona snemma hehe.

Annars hugsa ég að ég verði að taka á því næstu helgi því að Halli,Linda og Óskar kærastinn hennar eiga öll afmæli 3 des og hugsa að það verði nú einhver partý í gangi og svo þarf nú líka að finna eikka til að gefa þeim í ammilisgjöf. Allar tillögur þegnar takk takk.
OVER AND OUT..

laugardagur, nóvember 27, 2004

Elsku Unnur ,ég er svo þunnur

Jæja gott fólk þetta endaði nú í heljarinnar fyllerí í gær við sem vorum búin að ákveða það að tjilla svona yfir Idol og sötra smá bjór og og fara svo bara snemma að sofa og svo taka á því í kvöld en svo voru allir bara orðnir blindfullur það kom eikka af fólki í partý hjá mér og svo lá leiðin á eina alminnilega staðinn í bænum Traffic og það rættist bara helv.. vel úr kveldinu og við vorum að djamma til rúmlega 7 og þá var farið í eftirpartý hjá mér til 8 svo fór liðið heim og þá fór mín að taka til og solleis og var komin uppí rúm rúmlega hálf 9 eða 9 var svo náttla vöknuð klukkan 12 alltaf jafngaman hjá mér að sofa út.

Hugsa að það verði nú afslöppun í kvöld annars er aldrei að vita hvað mar gerir halli og co eru tl í game ég bara veit ekki hvort að ég meiki annað kvöld en það verður bara að sjá hvað gerist þarf reyndar að fara í bæinn á eftir að sækja fyllibytturnar foreldra mína og vinafólk þeirra þannig að ef að allt gengur vel að þá ætti ég nú að vera komin fyrir miðnætti þannig að annaðhvort verður það videó kveld og nammi eða meiri bjór úff ég veit ekki hvort að ég gæti innbyrt meira áfengi í bili.

Annars er mar alltaf að reyna vera edrú og það virðist ganga frekar illa skil ekki alveg akkuru en svona er þetta hehe
Heilsan er nú komin í lag í hádeginu þegar að ég vaknaði vá hvað ég var bara full ennþá stóð upp og var bara ennþá full og allt hringsnerist voða stuð þannig að ég ákvað bara að leggjast uppí rúm og hvíla mig og viti menn það virkaði.

OVER AND OUT..

föstudagur, nóvember 26, 2004

Jæja Góð leið

Jæja þetta er góð leið til að kynnast mér og svo ef að þið viljið kynnast vinum ykkar þá er bara að gera copy/paste og gera ný svör;)

Hversu mikid vitum vid eiginlega um vini okkar? Þetta er könnun til ad kynnast vinum þínum betur. Vertu viss um ad þú lesir vel leidbeiningarnar
í lok kannanarinnar og skemmtu þér nú vel.
1. Hvad er klukkan? 21.11
2. Hvada nafn er á fædingarvottordinu þínu? Þóra

3. Hvad ertu köllud/kalladur? Þóra
4. Hvad voru mörg kerti á sídustu afmæliskökunni þinni? Enginn
5. Afmælisdagur: 18.maí

6. Húdflúr: já
7. Hár: Ljóst
8. Göt: 9, í eyrnasneplana
9. Fædingarstadur: Keflavík
10. Hvar byrdu?230 Reykjanesbær
11. Uppáhalds matur: *Olsen
12. Hefur þú komid til Afríku? Nei
13. Einhvern tíma elskad einhvern svo mikid ad þad fékk þig til ad...? hvað ? hvað ertu að tala um
14. Hefur þú lent í bílslysi? Nei,
15. Gulrót eda beikonbitar? Beikonbitar
16. Uppáhaldsvikudagur: Sunnudagur (þynnkudagur)
17. Uppáhaldsveitingastadur: Argentína
18. Uppáhaldsblóm: Sólblóm

19. Uppáhalds íþróttir? Hmm kannksi eikka inni
20. Uppáhalds drykkur: Kók ekki spurning
21. Hvada ís finnst þér bestur?sukkulaði
22. Disney eða warner brothers? Disney
23. Uppáhalds skyndibitastadur: Subway
24. hvernig eru veggirnir í herb þínu á litinn? Eikka svona peach
25. Hvad féllstu oft á ökuprófinu?aldrei
26. Hver var sídastur til ad senda þér tölvupóst? Veit ekki er ekki búin að senda hann
27. Í hvada búð mundir þú velja ad botna heimilldina þína? Bara í allri smáralind
28. Hvad gerir þú oftast þegar þér leidist? sef
29. Hvada spurning fer mest í taugarnar á þér? No comment

30. Hvenær ferdu ad sofa? svona þegar fer að birta
31. Hver verdur fyrstur til ad svara þér þessum pósti? Tja bara veit ekki
32. Hver af þeim sem þú sendir þennan póst er líklegastur til ad svara þér
ekki? Hulda því að hún sendi mér fyrst

33. Uppáhaldssjónvarps þáttur/þættir: Nip/Tuck,Sex and the city,scrubs og fl.
34. Med hverjum fórstu sídast út ad borda? Skilgreindu út að borða

35. Ford or Chevy: Chevy
36. Hvad varst lengi ad klára ad svara þessum pósti? Svona ca 3 mín :)

Leidbeiningar: Svona áttu ad gera þetta........og ekki skemmileggja
gamanid. Afritadu þennan póst (ekki áframsenda) og límdu svo í nyjan
sem þú munt svo senda. Breyttu öllum svörunum þannig að þau eigi við þig.
Sendu hann svo til fullt af fólki sem þú þekkir, þar á meðal
manneskjunnar sem sendi þér þennan póst. Kenningin er ad þú munt læra
margar lítið þekktar staðreyndir um þá sem svara póstinum. Og mundu svo ad
senda þetta einnig á þann sem sendi þér póstinn.

Jellló

Jæja hvað segiði??
Allt temmilegt bara að frétta héðan skrapp í bæinn áðan að sækja mér myndlykil vúbbídú loksins þá getur mar farið að horfa á Idol á réttum tíma en ekki alltaf á spólu klukkutíma seinna og slást um hver á að ná í spóluna hehe.Á bara eftir að fara í ríkið og kaupa öl-inn og kæla fyrir kveldið hugsa nú samt að það verði bara rólegt í kvöld bara svona chill dauðlangar að kíkja á gaukinn í kvöld á móti sól er að spila þar en það virðist enginn nenna að keyra mann eins og í gemla daga þá voru engar áhyggjur hvernig mar ætti að komast heim oh well þap verður kannski bara tekið á því á morgun vænti nú þess að sjá dömurnar úr sandgerði hald auppi stemmingunni á Traffic:)

Annars veit ég voða lítið hvað ég á nú að tjá mig þarf nebbla að fara að hjálpa pabba mínum að setja upp loftnetið atli mar haldi ekki stiganum hehe

OVER AND OUT..

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Jæja gott fólk

Hvað segjiði svo gott?? Ég vona að þið séuð öll að ná þessu með tagboardið það er aðeins öðruvísi en mar verður nú bara að sætta sig við það.Ég er andvaka núna hugsa að nördast jafnvel í tölvunni bara svona þangað til að ég fer að vinna á að fara vinna kl 4.30 í nótt gaman gaman jafnvel að mar verði bara vakandi þangað til glápi kannski bara á The O.C eða eikka.

Allavega að eftir göngu túrinn með hann Rökkva þá fór minns allt i eina að verða lasin mér fannst það nú bara alls ekkert sniðugt byrjaði á fim-kveldinu og dísus hvað ég varð pirr og svo á fös þá var ég nú alveg að farast og gat ekki einu sinni fengið frí úr vinnunni og varð ennþá meira pirr var ekki nema fram að miðnætti í bónus hélt að það tæki nú aldrei neinn enda og þá átti mín eftir 10/11 og það var nú aðeins skárra og´mín var nú bara snemma farin í háttinn.

Á laugardeginum var nú aðeins farið að skána nefmælksan í mér en samt ekki nóg fór að vinna og kom heim í bað og beint í bjórinn og sat hérna heima til að verða 11.30 að drekka á fullu og taka mig til.Svo kíkti Óskar og Linda aðeins til mín áður en að þau fóru í partý til Sæma og ég skellti mér í vinnuna alveg á snepplunum hehe bara fyndið og svo bað ég gaurinn sem er að vinna það um að skutla mér heim til sæma í partýið og þar var haldið áfram að drekka:)

Og á endanum þá var náttla farið á Traffic en það voru víst sumir sem að meikuðu það ekki lengra en í leigubíl fyrir framan staðinn fyrsti stafurinn var Stjáni hehe svaka djammari híhí.
Þetta var bara hreint og beint frábært svo hitti ég náttla hana Fríðu mína alltaf gaman að hitta hana á djamminu við erum nebbla svo skemmtilegar;)

Ein pæling svona fyrir ykkur kæru vinir í lokin.
Hvernig er það ef að þið getið ekki treyst bestu vinum ykkar fyrir leyndarmálum hverjum getiði þá treyst?? Á maður bara að fara þurfa að byrgja þetta allt saman inni eða hvað finnst ykkur??

Á maður ekki að geta treyst besta vini sínum??

OVER AND OUT..

föstudagur, nóvember 19, 2004

Tag board drasl

Jæja hitt tag boardið var nú laveg búið að gefa sig þannig að ég var að prufa nýtt sem að er kannksi ekki alveg það besta en vil allavega láta það duga en að hafa ekkert þannig að mér sýnist á öllu að það sé ekki hægt að gera íslenska stafi svo sem Æ,Þ,Ð þannig að þið verðið bara að skrifa asnalega ef að þið ætlið að seta eikka inn ekkert vera feimin.

OVER AND OUT..

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Saltkjöt og baunir,platan er búin ég vann;)

Hæhæ hef ekkert nennt að tjá mig voða lítið svosem að gerast er í vaktarfríi og bara að taka því rólega.Var að passa hundinn hennar Helenu í gær og það gekk bara býsna vel fórum í göngutúr með 3 hunda í svartsengi og gekk bara vel það var reyndar alveg skítkalt ég var svona nánast hætt að finna fyrir fórunum á mér;) en þetta var samt geðveikt hressandi.
Nennti reyndar ekkert í dag að labba það er nebbla fullt að fólki að koma í mat hjá mér á eftir er bara í smá pásu áður en að ég fer að leggja á borð vona bara að þetta heppnist;)

Er nebbla að elda saltkjöt og baunir í fyrsta skipti aldrei gert það áður vona að þetta verði nú ágætt á bragðið mér finnst þetta nebbla alveg endalaust gott,það slær samt enginn baunasúpunni hennar ömmu við hún er sú besta sem að ég hef smakkað.

Jæja ætli mar verði rólegur um helgina hmms hugsa ekki hehe á nú reyndar að vinna er að spá að koma mér útúr því hehe þannig er nú mál með vexti að Hrefna frænka er í frí helgi núna og svo ekkert aftur fyrr en um miðjan Desember þannig að það gæti nú verið að mar fari með henni út á lífið svona þar sem að hún er í stuði.

Jæja ætli það sé ekki best að fara leggja á borð og athuga með matinn
OVER AND OUT..

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Snjórinn minn og snjórinn þinn

Já vitið að ég held að ég sé bara að fara yfirum á öllum þessum snjó ekki miskilja mig mér finnst snjórinn skemmtilegur og allt það en hann er svo óákveðinn hvort að hann eigi að koma eða fara.
Ég var nú svo morgunglöð í morgun að ég kíkti aðeins á fætur um 12leytið til að tappa af og kíkti út um gluggann og þá var bara djöfulsins slydda og nánast allur snjórinn í garðinum hjá mér farinn.
Ég ákvað nú bara að kíkja aftur á koddann var nebbla svo þreytt ennþá fór svo seint að sofa mér var að glápa á tv,svo þar að auki var svo dimmt yfir úti að ég ákvað bara að chilla aftur og náttla steinsofnaði,drullaðist svo á fætur um 3leytið og þá var bara geðveik snjókoma og allt að fyllast núna er þetta reyndar í lægð skil ekki bara að þetta er alltaf svona hvað er gamli góði snjórinn sem að kom í október og fór svo bara ekkert fyrr en í maí??

Allaveg vildi nú aðeins tja mig þið sem að vinnið í búð eru allir starfsmenn að mygla eða hvað finnst engum gaman í vinnunni lengur??
Sko skrapp að versla í Bónus áðan og gellan sem að var að afgreiða var svo að mygla við þetta það var bara ohhhhhhhhhhhhhh góðan daginn var svo muldrað og þetta er ýkt glatað,en fyndna við þetta er að svo fyrir ofan kassana stendur að starfsmenn séu glaðir mjóða góðan daginn og hugsa vel um sinn viðskipta vin RIGHT!!!!

Og um daginn þegar að ég fór að þá var önnur þarna sem að bauð ekki einu sinni góðan daginn og það var svona frekar mikið að gera en so what og hún bókstaflega reif peninginn úr höndunum á mér fallega tu...an já allavega ætla fara drullast til að elda handa mér það er svo drepleiðinlegt að vera alltaf ein í mat.

Hugmynd!!!!Getur mar ekki bara auglýst eftir matarfélaga alveg eins og að maður auglýsir eftir einhverjum til þess að keyra með sér í skólann hmm ég ætti kannnksi að pæla í þessu betur því að ég er sko góður kokkur en alveg hundleiðinlegt að elda bara fyrir einn;)

jæja nóg bull í bili
OVER AND OUT..

Til heiðurs mánuði kvenna

Svona er þetta.....

Nokkur orð um okkur dömurnar.
Mamma og pabbi sátu við sjónvarpið.Mamma segir: Ég er þreytt, og klukkan orðin margt. Ég ætla að fara uppírúm.

Hún fór inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdipoppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag, gáði hvað væri eftiraf kornfleksinu í pakkanum, fyllti á sykurkarið, setti sykur og skeiðar áborðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.

Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað,straujaðieina skyrtu og festi eina tölu. Hún tók saman dagblöðin sem lágu á gólfinu.Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og settisímaskránaniðu í skúffu, svo vökvaði hún blómin, tók úr uppþvottavélinni og hengdieitt handlæði upp svo það myndi þorna.

Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti peningaáborðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól. Hún skrifaðieitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á. Svo skrifaði húnminnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni.

Svo fór hún að þvo sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og greiddi sér.

Pabbin hropaði úr stofunni; ég helt að þú værir að fara að sofa.
Já sagði hún og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út. Gekk úrskugga um að dyrnar væru læstar.

Loks kíkti hún á börnin og talaði við eitt þeirra sem enn var að læra.

Í svefnherbergi sínu stillti húnvekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn, tók rúmteppið af rúminu.
Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.

Á sama tíma slökti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; nú ferégað sofa - og það gerði hann.

Já svona getur þetta verið híhí allavega ég fékk þetta sent frá Olgu vinkonu minni og ákvað að deila þessu með ykkur;)

mánudagur, nóvember 15, 2004

Snow is fallin

sunnudagurinn 14.nóvember 2004
Jæja góðir hálsar vitiði hvað minns gerði í gær?? Hmm one guess hahah mín skellti sér á ball með á móti sól á Traffic og það var alveg mergjað stuð fullt fullt af fólki.

Kvöldið byrjaði að sjálfsögðu heima hjá Halla og Krissu hvar annarstaðar :) sátum þar og drukkum vel og lengi og rúlluðum svo niðrí bæ og það var alveg dúndrandi stemming,langt fram undir morgun sumir voru nú aðeins meira ölvaðir en hinir og aðrir aðeins þreyttari og fóru fyrr heim að sofa en það var ekki ég hmm ég var bara nett á kantinum og alveg dúndrandi hress ég var nú svo heppin að komast á gestalistann hjá þeim að ég bauð henni Krissu minni að vera deitið mitt þar sem að hún átti nú engan pening hún er nebbla að fara í amríku á morgun alveg í 9 daga ásamt familíunni þeirra verður sárt saknað.

Ég rölti svo heim gvöð má vita hvað klukkan var því að það man ég ekki var nú komin ansi vel í að áður en að ég fór heim:) var nú samt örugglega búin að þamba svona 2 ef ekki 3 lítra af vatni til að láta renna aðeins af mér þegar heim færi.
Þegar að ég kom heim ældi mín alveg eins og múkki og dísus hvað það var nú gott að losna við allan þennan vökva úr líkamanum og hmm kvölmaturinn fór nú líka*roðn* en hvað um það allt þetta var nú alveg þess virði.

Vaknaði eldhress í dag og fór og fékk mér feitan Subway nammi namm og svo var bara chillað yfir bíómynd ætlaði nú í göngutúr en veðrið var nú ekki alveg uppá sitt besta í dag þannig að ég ákvað nú bara að sleppa því:) Fer nú hugsanlega bara að lúlla mér fljótlega svo að það verði nú eikka úr deginum á morgun þarf að fara í hádeginu og sækja restina að brennivíninu hjá Halla og co.

Allavega allir sem að voru að djamma með mér í gær takk æðislega fyrir frábært kvöld og ég tala nú ekki um á móti sól þið eruð langBESTIR takk fyrir gestalistann og takk fyrir djammið þið kunnið sko að halda stuðinu í fólkinu.

OVER AND OUT..

laugardagur, nóvember 13, 2004

hvað er að gerast í þessum heimi

Já ég segji nú bara hvað er að gerast í þessum heimi mar er bara hvergi óhultur

Breti í haldi lögreglu eftir banahögg á Traffic

nótt kl. 04:13 í nótt var lögreglunni í Keflavík tilkynnt að danskur hermaður væri slasaður á veitingastað í Keflavík. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem hann lést skömmu síðar. Vitni segja að hann hafi verið sleginn af einum gesta staðarins. Lögreglan handtók þann grunaða og er hann í haldi lögreglunnar. Rannsókn málsins er á frumstigi.Sá látni er 33 ára gamall danskur hermaður sem mun hafa komið til landsins í gærkvöldi með herflugvél danska hersins og gist ásamt félögum í flugáhöfninni á hóteli í Keflavík. Í gærkvöldi mun hann hafa farið með félögum sínum út að skemmta sér í miðbæ Keflavíkur. Atburðurinn átti sér stað á veitingastaðnum Traffic, Hafnargötu 30, Keflavík.

Að sögn vitna gerðist atburðurinn framan við bar veitingastaðarins. Hinn grunaði mun hafa slegið hinn látna einu höggi á höfuðið og farið síðan rakleitt út af veitingastaðnum. Hann er 29 ára gamall breskur ríkisborgari sem er búsettur hér á landi og var hann handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Virtist hann þá talsvert mikið ölvaður. Þegar lögregla kom á staðinn var búið að færa hinn látna inn í starfsmannaðstöðu skemmtistaðarins þar sem sjúkraflutningamenn voru að gera á manninum endurlífgunartilraunir. Ekkert blóð var sjáanlegt á vettvangi eða á hinum látna, en nákvæm rannsókn á vettvangi hefur ekki farið fram. Málið er sem sagt á frumrannsóknarstigi og ekki hægt að gefa nánari upplýsingar um atburðinn fyrr en eftir helgina.

-----------------------------------------------------------------------------------------------Lést eftir átök
Maður lést á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja í nótt skömmu eftir að hafa verið fluttur meðvitundalaus frá skemmtistað í Keflavík á fimmta tímanum.
Um er að ræða danskan hermann sem vitni segja að hafi verið sleginn af einum gesta staðarins. Lögreglan handtók þann grunaða og er hann í varðhaldi. Rannsókn málsins er á frumstigi.
Nánari fréttir síðar í dag

TEKIÐ AF VF.IS

Ha já okkar Island er bara að fara til fjandans hmm ekki nógu gott.Það er búið að vera lokað á Traffic í allan dag og fólk farið að huga að því að það yrði ekkert ball með á móti sól en ég hringdi í strákana í á móti sól og þeir sögðu mér að það yrði ball þrátt fyir allt þetta og ég ætti að láta það berast þannig að bara party on tonight:)
OVER AND OUT..

fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Let it snow ,let it snow

Jæja maður er kominn svona í létt jólaskap þegar að það byrjar að snjóa svona hlakka til að fara kaupa gjafirnar þó svo að ég hafi nú ekki hugmynd um hvað ég á að kaupa fyrir familíuna,það hlýtur að koma eitthvað upp.

Jæja ég var ekkert búin að segja ykkur meira frá síðustu helgi þannig var það að ég kíkti á ball með vinum mínum í Garðinum og vá hvað það var mikið þrusustuð ég hef bara ekki skemmt mér svona vel lengi,ég meina jú auðvita skemmti ég mér alltaf vel þegar ég fer að djamma en þetta var svona extra vel ;)
Þetta heppnaðist mjög vel fyrir utan smá catfight hjá 2 stelpum sem að ég þekkji en ekkert alvarlegt.Svo var stefnan náttla tekin á TRAFFIC sem var bara líka dúndrandi fjör ég stoppaði reyndar ekkert lengi og ákvað því bara að rúlla mér heim að lúlla.

Svo er vikan bara búin að vera leti og aftur leti nema jú ég var að vinna í gær og svo aftur í kvöld.Svo ætlar mín að reyna vera svaka dugleg ég er búin að sækja um í FS og ætla reyna harka þetta af mér ég var nú fyrir síðustu áramót en bara líkaði engan veginn þannig að núna ætla ég bara að harka þetta af mér þýðir ekki einhverja helv...vorkunsemi ég er nebbla doldil mannafæla þó svo að fólk trúi því varla en það er samt satt mér líður frekar illa í kringumm fullt af ókunnugu fólki tala nú ekki um þegar að mar er Edrú;) Mar ætti kannksi bara að mæta alltaf fullur í skólann hehe.

Annars er nú ansi lítið að frétta ég er búin að vera ýkt dugleg að fara út að labba með hundana og Davíð á kvöldin reyndar fór ég ekkert í gær og líklega ekki í kvöld því að hugsa að við höfum bara pásu núna þvi að ég labba alveg slatta í vinnunni og mér finnst það alveg nóg.

Já HEY það er svo ball með á móti sól á Traffic á laugardaginn og mér langar ekkert smá mikið að kíkja er að reyna fá Halla og Krissu að koma með Davíð virtist ekkert voða spenntur svo á ég eftir að spjalla við Lauru hvort henni langaði að koma ég ætlaði mér nú reyndar að vera edrú þessa helgi en ég er bara skemmtanafíkill og ekkert við því að gera jæja ætla fara taka til eða eikka see you all later.
OVER AND OUT..

mánudagur, nóvember 08, 2004

Er eikka til í þessu??

1.Men are like .......Laxatives ....... They irritate the shit out of you.

2.Men are like ........ Bananas .... The older they get, the less firm they are

3.Men are like ..... Weather ...... Nothing can be done to change them.

4.Men are like ......... Blenders ...... You need One, but you're not quite sure why.

5.Men are like .......Chocolate Bars ..... Sweet, smooth, &they usually head right for your hips.

6.Men are like ...... Commercials ...... You can't believe a word they say.

7.Men are like ........ Department Stores ...... Their clothes are always 1/2 off.

8.Men are like ......... Government Bonds ...... They take soooooooo long to mature.

9.Men are like ........ Mascara ...... They usually run at the first sign of emotion.

10.Men are like ....... Popcorn . ...... They satisfy you, but only for a little while.

11.Men are like . .. Snowstorms .... You never know when they're coming, how many inches you'll get or how long it will last.

12.Men are like ...... Lava Lamps ...... Fun to look at, but not very bright.

13.Men are like ......... Parking Spots ........ All the good ones are taken, the rest are handicapped.

Now tell all the remarkable women you know, as well as to any understanding good- natured, fun kinda guys you might be lucky enough to know !!!!!!!!!!

laugardagur, nóvember 06, 2004

Fríða,Ella og co.

Elsku dúllurnar mínar ég skora á ykkur að mæta á ball í kvöld í Garðinum það verður þrusustuð;)

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Grallarinn

Hæhæ og góða kveldin mín var að koma heim úr vinnunni bara gaman not ætla nú að vona að það kvikni nú ekki í Bónus í nótt,þannig er nú málið að ég var að pólaera og var svo komin á næst síðasta ganginn og fór að finna smá brunafílu hélt ótrauð áfram og kom svo að síðasta ganginum og þá var lyktin vel sterk og fór að rjúka úr helv... vélinni ég slökkti nú strax á henni og það neistaði eikka og svo kom pínu reykur úbbasí ég fór með hana inn í kompu og setti í hleðslu náði ekki í rassgatið á yfir manni mínum frekar en fyrri daginn þannig að ég fór bara heim og óska vélinni hins besta;)

Allavega þá var ég að passa Pétur Heimir frænda minn í dag og dísus hvað svona lítill krakki getur verið mikill sérvisku púki.Hann var eikka svangur og heimtaði ristað brauð ekkert mál gerði það svo bauð ég honum kókamjólk og hann játti því þannig að ég opnaði hana og svo fékk mér einn sopa og vitiði hvað sko "þetta er ekki jólakókómjólk mér finnst hún miklu betri" sagði hann og ég átti náttla enga jólakókómjólk þá alltí einu var Pétur ekkert þyrstur og fór bara aftur inn í stofu að horfa á Nemó.Ekkert mál.

Síðan þá fór hann inn í eldhús og sótti kókó mjólkina og settist í sófann og sagði svo ég vil fá aðra sem að er full þú ert búin að drekka af henni og ég vil fá fulla COMMON ég tók einn lítinn sopa en það var samt búið að taka af henni þannig að hann heimtaði bara nýja ég hélt nú ekki,þannig að hann hélt bara áfram að vera ekki þyrstur;)

Samt sem áður var hann mjög stilltur hjá mér hann hjálpaði mér að brjóta saman rúmfötin það var ýkt fyndið að brjóta hann nebbla stóð uppí rúmi (hann er bara 5ára) og ég niðrá gólfi og svo hristi hann og tegði og togaði svona gerir amma;) og svo lék hann sér við hundana og fannst bara voða gaman svo þegar að pabbi hans hringdi þá vildi hann sko ekkert fara með honum heim þannig að ég skutlaði honum áður en að ég fór að vinna.

Jæja er mar ekki bara búinn að babla nóg í bili er að spá í að kíkja bara á koddann þarf að vakna snemma til að hringja í bossann og láta hann koma suðureftir að kíkja á vélina;)
OVER AND OUT..

mánudagur, nóvember 01, 2004

Welly smelly

Jæja gott fólk hvað segiði í dag??Helgin var bara með betri mótum á föstudaginn að þá skelltum við Davíð okkur í bíó það var svona Halloween helgi í kringlunni og við fórum að sjá The Grudge og vá hvað hún var ógeðslega spooky og það var virkilega öskraði allur salurinn þegar sum atriði komu.

Svo á laugardaginn að þá náði ég að dobbla Guðveigu vinkonu til að verða eftir í Keflarvík hún þurfti nebbla að vinna aðeins hér og svo sótti ég hana uppá smurðstöð til Árna og Bjarna og þau voru nú búin að sötra smá bjór þegar að ég kom og svo fórum við heim að grilla með Davíð og svo fengum við okkur bara meira að drekka.
Svo var nú smá partý hjá mér ekkert mikið en svona smá aðalega bara stelpupartý,Ég Guðveig Laura og Krissa svo var Davíð líka með okkur.

Leiðin lá svo á Traffic og þar var drukkið meira og meira og dísus hvað mar var fullur,Davíð kom ekki fyrr en seinna og það var bara fjör var svo komin heim um 5 minnir mig og steindrapst alveg og svo vaknaði mar bara svona þokkalegur og það var ekkert alltof falleg sjón í eldhúsinu því að hún Guðveig hellti niður frissa fríska og við þurkuðum upp en ekkert skúr þannig að það var vel klístrað gólfið og fullt af tómu flöskum og dósum ekkert spennó lykt.

Allavega annars gerðist nú ekkert mikið fór í bæinn í gær að keyra Guddu heim og svo kom ég bara aftur heim að gláða á dvd og svo bara hátta og er búin að vera taka til í allan dag og breyta inn í herbergi og er svo núna að passa Pétur Heimir og skrifa ykkur en þarf að fara elda núna heyrumst og takk fyrir góða helgi.
OVER AND OUT..