þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Já ég verð nú bara að segja það

Já get nú ekki annað sagt þessa dagana að ég er nú hálf móðguð út í Huldu systir sko þannig eru málin að hún og kallinn hennar hafa ákveðið að vera heima hjá sér um jólinn því að hún veit ekki hvort að hún verði búin að eiga eða hvort að hún fari jafnvel bara af stað á aðfangadag og þá vill hún ekki vera stödd í sangerði hjá ömmu og afa og eiga eftir að bruna þá í Kef ef að svo kæmi til.

En málið er það að ég er bara ekki að sætta mig við þetta því að ég vil að öll fjölskyldan sé saman á jólunum og hún er stór partur af minni familíu og mér finnst bara að hún eigi að vera þar.
Ég meina ef að barnið er fætt að þá er bara að klæða það vel og ef að hún missir vatnið í sandgerði þá er bara að keyra í Keflavík og eiga þar það tekur nú ekki nema c.a 7mín að keyra á milli.

Hvað finnst ykkur á hún ekki að vera hjá okkur á jólunum því að þetta er svona fjölskyldu tími hún má ekki bara vera heima hjá sér því að það verður ekki eins ég meina ég hef verið með henni hver einustu jól sl.22ár og vil ekki vera án hennar 23árið mitt :(.

Jæja í aðra sálma það er svo sem nóg á dagskrá framundan.Linda,Halli og Óskar eiga öll ammili á föstudag og það verður griðarleg veisla LA Linda í garðinum bolla og alles fjö.. held ég að mar eigi eftir að verða drukkinn hehe og svo á fös er halli að fara á jólahlaðborð og svo þegar að hann er búinn að éta hugsa ég að það verði svo farið heim til hans að djúsa þar fór þessi edrú helgi hehe allavega hvað er þetta manni finnst nú einu sinni gaman að skemmta sér og finnst bara að mar eigi að njóta þess svona á meðan mar er ungur og barnlaus að nýta lífið því að mar veit aldrei hvenær það endar og maður á svo að vera með fjölskyldunni sinni á aðfangadag;)

OVER AND OUT..

Engin ummæli: