þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Snjórinn minn og snjórinn þinn

Já vitið að ég held að ég sé bara að fara yfirum á öllum þessum snjó ekki miskilja mig mér finnst snjórinn skemmtilegur og allt það en hann er svo óákveðinn hvort að hann eigi að koma eða fara.
Ég var nú svo morgunglöð í morgun að ég kíkti aðeins á fætur um 12leytið til að tappa af og kíkti út um gluggann og þá var bara djöfulsins slydda og nánast allur snjórinn í garðinum hjá mér farinn.
Ég ákvað nú bara að kíkja aftur á koddann var nebbla svo þreytt ennþá fór svo seint að sofa mér var að glápa á tv,svo þar að auki var svo dimmt yfir úti að ég ákvað bara að chilla aftur og náttla steinsofnaði,drullaðist svo á fætur um 3leytið og þá var bara geðveik snjókoma og allt að fyllast núna er þetta reyndar í lægð skil ekki bara að þetta er alltaf svona hvað er gamli góði snjórinn sem að kom í október og fór svo bara ekkert fyrr en í maí??

Allaveg vildi nú aðeins tja mig þið sem að vinnið í búð eru allir starfsmenn að mygla eða hvað finnst engum gaman í vinnunni lengur??
Sko skrapp að versla í Bónus áðan og gellan sem að var að afgreiða var svo að mygla við þetta það var bara ohhhhhhhhhhhhhh góðan daginn var svo muldrað og þetta er ýkt glatað,en fyndna við þetta er að svo fyrir ofan kassana stendur að starfsmenn séu glaðir mjóða góðan daginn og hugsa vel um sinn viðskipta vin RIGHT!!!!

Og um daginn þegar að ég fór að þá var önnur þarna sem að bauð ekki einu sinni góðan daginn og það var svona frekar mikið að gera en so what og hún bókstaflega reif peninginn úr höndunum á mér fallega tu...an já allavega ætla fara drullast til að elda handa mér það er svo drepleiðinlegt að vera alltaf ein í mat.

Hugmynd!!!!Getur mar ekki bara auglýst eftir matarfélaga alveg eins og að maður auglýsir eftir einhverjum til þess að keyra með sér í skólann hmm ég ætti kannnksi að pæla í þessu betur því að ég er sko góður kokkur en alveg hundleiðinlegt að elda bara fyrir einn;)

jæja nóg bull í bili
OVER AND OUT..

1 ummæli:

thora sagði...

JÁ það er sko alls ekki vitlaust við ættum að ræða þetta nánar:)