Jæja það var nú alveg nóg að gerast um helgina,ég sem að ætlaði að vera bara heima edrú en svona fyrir ykkur sem að þekkjið mig að þá stenst það frekar sjaldan:) Allavega þá fékk ég mér frí á lau og sun og fór heldur betur á djammið á laugardeginum ég sem að ákvað að drekka bara smá ekkert mikið en það stóðst ekki alveg endaði á helgjarinnar fyllerí.
Byrjaði á því að fara til Halla og Krissu að spila ásamt Ómari og það var spilað frameftir svo kom Jóhanna og Hildur til okkar en Krissa fór bara að sofa var þreytt eftir daginn og þar að auki þá var hún búin að vera að vinna eins og mófó og var alveg uppgefin og var líka með dóttir sína.
Við skelltum okkur svo á Traffic það var slatti af fólki þar hitti svo Erlu sem að ég er að vinna með og endaði heima hjá henni í pottapartí og hún á heima í Garðinum við vorum alveg á djamminu til rúmlega 8 en þá steindrapst hún og ég fékk bara gistingu hjá henni og svo ætlaði hún að skutla mér heim ég var löngu vöknuð fyrir hádegi og það gekk svo ekkert að vekja hana þannig að það Hrefna frænka kom og sótti mig.
Svo var chillað á sunnudaeginum kíkti að veiða með Hrefnu og þeim og fór svo í bæinn að sækja meme-ina mína í gær og var svo dugleg að úrbeina hana í dag og fórum svo með Pétur frænda að gefa öndunum.Og var svo í fríi aftur í vinnunni í dag er alveg ennþá að klepra á henni var að spá hvort að mar ætti ekki bara að tala við kallana fyrir norðan og athuga hvort að það sé ekki að losna húsnæði fyrir norðan og fara vinna þar væri alveg til í það og leigja bara íbúðina mína í staðin það yrði bara cool og þá er svo stutt að rúlla yfir til Erlu og hennar fjölskyldu í heimsókn.
Jæja hér getið þið skoðað nýju myndirnar í andarferðinni
http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=1389
Og svo hérna ég að úrbeina
http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=2247
OVER AND OUT..
Engin ummæli:
Skrifa ummæli