laugardagur, apríl 02, 2005

Nýji bíllinn minn

Jæja þetta hafðist allt saman á endanum,var þó pínu tvísýnt í gær og ég var sko ekki sátt.Þannig var það nú að ég ætlaði mér nú ekkert að kaupa mér bíl strax en varð alveg dolfallin af einum sem að er nú kannski ekkert skrítið og ég ákvað að reynsluaka honum og vá hvað það er gott að keyra hann og ég varð eila bara ástfangin ég meina trúa ekki allir á ást við fyrstu sýn hehe þannig að ég ákvað að ég varð bara að eignast hann og svo var eikka fokk á bílasalanum í gær að það leit eila bara út fyrir það að ég fengi ekki bílinn og djö... hvað ég var sko ekki sátt við það en svo á endanum reddaðist þetta allt saman sem betur fer,þannig að mín á nýjan fínan bíl ligga ligga lá:).
Þetta er Golf 99árgerð blár 5 dyra 1800 gti turbó og aðeins búið að tjúna hann upp orginal eru þessir bílar 150hö en minn er 207 og vá hvað mar verður þá líka að passa prófið sitt hehe hann er æðislegur í alla staði með dökkar rúður,topplúgu geðveikar græjur og meiriháttar að keyra hann.

Annars er nú bara allt gott að frétta bara vinna og gaman gaman og vitiði hvað mín var bara edrú í gær á rúntinum svaka tútta hehe já mar verður nú að slaka aðeins á það er nú bústaður næstu helgi og vá hvað mér hlakkar mikið til og já svo er mín bara edrú núna í kvöld líka hugsið ykkur ætli mar sé bara að verða kelling eða hvað nei nei alls ekki bara komin á nýjan bíl og vil frekar vera edrú að rúnta en að hanga blindfull einhverstaðar og vakna þunn.
Ég er reyndar að fara að heimsækja Ástu systir á morgun þannig að ég fer nú ekki að mæta þangað lyktandi eins og brugg tunna það gengur ekki.Þó að ég væri nú alveg til í að kíkja á Bergásballið það er búið að lækka aldurinn í 22ára í stað 25 þannig að það verður gjeggjað gaman og líka er Páll óskar að dj-ast hann er bara góður dj en mar verður víst stundum að slaka aðeins á líka sem að er svo sem alveg ágætt.Pínu skrítið að vakna bara hress og kát í morgun var nú reyndar voða löt að koma mér á fætur hehe en svona er þetta.Jæja ætli mar fari ekki bara að skella sér aðeins á rúntinn og fari svo snemma í háttinn þarf að vera komin út á Kjalarnes snemma á morgun betra að vera úthvíld:)

Á þessum link er að finna myndir af bílnum mínum::
http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=2529

OVER AND OUT..

Engin ummæli: