laugardagur, apríl 23, 2005

Svaka stuð

Jæja þá er mar í sveitinni núna og bara svaka stuð:) Kíkti á nýja fjósið hjá Steina Kidda það er alveg svakalega flott hjá honum hann hefði þó mátt nú smúla aðeins veggina það var alveg skítur upp á loft það var kökur og kaffi í boði.Fór á snyrtivöru kynningu hjá Jónínu í gær og það var bara æðislega gaman,svo sótti Erla mig því að ég fékk mér 2 bjóra áður en að ég fór í Búðardal.Vakanði svo bara hress í morgun og fór svo út í fjárhús að hjálpa Erlu að marka nokkur lömb það var fínt og svo settum við þau út í góða veðrið bara búið að vera geggjað veður hérna og svo er mín bara að fara skella sér í sturtu og kíkja á Steinu vinkonu og hitta svo Guðveigu á eftir hún nebbla gistir hjá systir sinni en ég hjá Erlu.

Svo er það náttla suddagott ball framundan eða ég vona það allavega í kvöld sálin að spila og svo fínt að vera þunnur á morgun þar sem að það er einhver kall að koma kynna potta og hann eldar fyrir okkur:) Jæja þetta er gott í bili ætla reyna fara gera eikka.

OVER AND OUT..

Engin ummæli: