föstudagur, apríl 09, 2004

Ekki dugði það nú lengi

Hæhæ allt gott að frétta hérna páskarnir alvega að skella á.Gott að vera í fríi er í smá páskafríi svona til tilbreytingar.Það er nú kominn flöskudagur og að öllum líkindunm þá er ég að fara að detta í það í kvöld og skella mér á ball í Grindavík með vinkonu minni að sjá hann Kalla Bjarna. Ég var nú samt eila komin í bindindi en svona lætur maður spilla sér.

Svo getur nú verið að ég skelli mér bara í sveitina á morgun á reyndar eftir að tala við kallinn um það hvort ég megi ekki bara kíkja þangað á morgun og koma aftur heim á mánudag.Það gæti verið bara gaman því það er nú svo langt síðan að ég fór síðast ég held að það hafi verið einhverntímann í Nóvember þegar hestamanna árshátíðin var það var líka bara mega fjör.
Vinkona mín er nebbla að reyna að dobbla mig að koma og mig dauðlangar þá er bara að díla við kallinn þegar hann vaknar og sjá hvort að ég verði ekki bara ferðafær á morgun það gæti verið nokkuð gaman.
jæja það er nú ekkert meira svosem að frétta ég er búin að standa á haus i allan dag og taka til þrífa allt hátt og lágt það vætti nú svo sem ekkert að því stundum getur maður nebbla verið ansi latur.

Engin ummæli: