föstudagur, apríl 16, 2004

Obbasí

Jæja þá er maður kominn heim úr vinnunni og komin í vikufrí frá 10/11 bara nice en hef þá alltaf Bónus á meðan sem er svo sem bara fínt.Ég skrapp aftur í höfuðborgina í dag með vinkonu minni og dóttir hennar sem er nú varla frásögufærandi en það að ég þurfti endilega að versla líka þó svo að ég hafði sko engan veginn efn á því en stundum þá ræður maður bara ekkert við sig þegar maður er nú kominn inn í búðina á annaðborð.Ég keypti mér buxur og bol og peysu á kallinn ég versla alltaf líka eitthvað smá handa honum líka svo keypti ég mér púða í nýja sófann sem að við eigum og svo ákvað ég að kaupa mér nýtt sturtu hengi ég meina það kostaði nú ekki nema 990kr það er helv.. töff en pínu svona stíft því það er úr plasti og náttla nýtt og fyrir þessar nokkrar vörur verð ég bara að gjöra svo vel að vera bara blönk út mánuðinn en það er svo sem ekkert nýtt hehe.
Svo kom ég nú bara heim og fór að viðra voffana því þeir voru bara heima greyjin í allan dag á meðan ég var úti að skemmta mér svo tók ég nú aðeins til áður en að ég fór að skúra niðrí Bónus sem var nú ekkert alltof skemmtilegt því að það var nú svona í skítugri kanntinum.Það er nebbla yfirleitt skítugast svona á fimmtudögum og föstudögum svo eru hinir dagarnir bara temmilegir.
Jæja er þetta ekki bara komið ágætt hjá mér í bili er nebbla að pæla ða fara bara og skella mér í heitt bað og fara svo bara að lúlla mér góða nótt allir saman.

Engin ummæli: