þriðjudagur, apríl 20, 2004

Jæja enn ein andvöku nóttin

Hæhæ ég er bara engan veginn að fatta þetta.Núna er enn önnur andvökunótt hjá mér reyndar er klukkan ekki margt núna en í gær sofnaði ég ekki fyrr en hálf sex um morguninn gaman gaman og þurfti svo að vakna um klukkan hálf átta til að mæta í vinnu mér var nú ekkert svakalega skemmt að vakna svona þegar mar er ný sofnaður.Svo var ég nú komin heim bara uppúr tíu og ákvað nú að skella mér í bólið aftur og gera heiðarlega tilraun til þess að leggja mig og viti menn það var bara ekkert að ganga gafst upp um hádegi alveg búin að fá nóg og ákvað bara að fara og taka til og svona dytta aðeins heima hjá mér.Svo náttla fór ég bara að skúra eins og venjulega er ennþá í fríi frá 10/11 en það styttist nú óðum að ég taki við og þá akkurat á föstudegi gaman gaman NOT.En svona er þetta mar verður víst að vinna til að fá peninga til að geta rekið heimilið sitt í + en ekki í mínus ekki satt.
Ég er að vona að ég geti séð mér fært um það að skella mér í sauðburð í næsta mánuði það er alveg svakalega gaman eða mér finnst það allavega sumt fólk segjir bara að ég sé eitthvað skrítin en bara eftir að ég vann í sveit sem táningur meðan allir aðrir voru í bæjarvinnunni þá varð ég bara sjúk í að búa í sveit og vonandi svona í náinni framtíð á það eftir að gerast á bara eftir að tala kallinn minn til.
Svo gæti nú farið svo að vinkona mín og kærastinn hennar komi hérna á miðvikudaginn og gista því þau eru að fara til útlanda á fimmtudeginum alveg eldsnemma.Hlakka bara til að fá þau ef þau koma það er nú samt frekar stutt síðan ég hitti þau því ég var bara í heimsókn hjá þeim alla páskana alveg meiriháttar fjör þar á bæ.Jæja ætli það sé ekki bara best að fara kíkja aftur uppí rúm og gá hvort að maður nái að sofna nú annars verð ég bara að kíkja í skúffuna mína og sækja mér svefntöflu þær nebbla svínvirka hehe heita þetta náttla ekki fyrir neitt heyrru ég er bara farin að bulla Góða nótt og sofiði rótt í alla nótt
(",)

Engin ummæli: