miðvikudagur, apríl 21, 2004

Þetta var nú skrítin nótt

Hæhæ já þetta var nú furðuleg sl. nótt sko málið var áð ég var náttla andvaka eins og venjulega og kallinn minn kom uppí um 2leytið og ég var ekki enn sofnuð og svolítið löngu seinna heyrum við brothljóð og skildum nú ekkert í þessu og drifum okkur fram fannst eins og að þetta hafi komið úr eldhúsinu en þar var ekkert athugavert þannig að leiðin lá næst inn á klósettið og ekkert þar og svo kíktum við inní stofu þá hafði glas á stofuborðinu bara sprungið geggt spookey því að kallinn minn hafði drukkið úr því fyrr um kvöldið reyndar var smá sprunga í því en ekkert sem ég hélt að væri alvarlegt já þetta var smá furðulegt.
Svo var geðveikt erfitt að vakna í morgun í vinnu úr því að ég fór ekkert að sofa fyrr en um 4 leytið lagði mig nú um 5 í kvöld sem var alveg yndælt svo á ég að vinna aftur í fyrramálið og þarf nú reyndar að vakna doldið fyrr því að ég skutla mjög líklega vinum mínum uppá flugvöll á morgun þau ætla gista hjá mér þau fara til Glasgow og koma heim á sunnudag.
Jæja það er verið að banka ætla fara sinna gestunum heyrumst betur seinna.

Engin ummæli: