Jæja þá er maður loksins kominn heim úr vinnunni.Það var svosem ekkert merkilegt að gerast hjá mér í dag ég skrapp aðeins í höfuðborgina með voffana mína og þurfti að vesenast að sækja púða í vélarnar þar sem ég er að skúra og svo kíkti ég á hana Vigdísi vinkonu hún vinnur í gæludýrabúð í reykjavík alltaf gaman að hitta hana hún er nebbla alltaf svo hress ég reyndar stoppaði ekkert lengi þar.Svo kíkti ég í gæludýrabúð sem nýlega opnaði upp á höfða mér fannst hún reyndar ekkert spes ég hugsa að ég fari nú frekar til Vigdísar hún vinnur í Trítlu það er voða skemmtilega búð.
Svo fór ég og hitti stelpuna sem á bróðir hundsins míns hún á bara að fara eiga barn eftir nokkra daga hún er skráð 21apríl og komin með þessa þvílíka bumbu ýkt krúttlegt.
Svo kom ég nú bara heim til mín og kallinn var búinn að elda matinn voða duglegur og svo gláptum við aðeins á imbann svo kom hann og hjálpaði mér að skúra í bónus það munar nebbla helling að hafa einhvern til að hjálpa sér í þessari búð.
Jæja ég held að ég sé farin að blogga aðeins og oft komin bara út í details en svona er þetta nú yfirleitt hjá mér ekkert voðalega innihaldsríkir dagar mér er eila bara farið að hlakka til þangað til svona um miðjan maí þá ætla ég nebbla aftur í sveitina þá byrjar nebbla sauðburðurinn og þá er rosalega gaman að vera þar og ég get ekki látið mig vanta.Svona fyrir þá sem ekki vita þá er ég alltaf með annan fótinn á sveitinni þetta er svona mitt annað heimili.Og svo bara notarlegt að komast í burtu og fá þetta ferska fjallaloft og kyrrðina dísus ég er nú bara farin að bulla alltof mikið ætla fara og koma mér í háttinn fer nebbla líklega aftur í rvk á morgun með vinkonu minni hún er að fara að búðarápast.
Góða nótt allir saman
Engin ummæli:
Skrifa ummæli