sunnudagur, apríl 25, 2004

Fínn dagur

Jæja það var nú ekki voða mikið gert í dag ég vaknaði nú nebbla ekkert voða snemma hunskaðist ekki á fætur fyrr en um 15 í dag (smá roðn) ég fór nebbla ekki sofa fyrr en að ganga 6 í morgun var að glápa á tv-ið fram eftir.Svo loksins þegar ég fór á fætur þá fór ég út að viðra hundana mína og kom svo heim að taka til aðeins og kíkti svo rúnt með Lindu vinkonu minni og svo fór ég í mat til múttu túttu og þaðan að skúra.
Littli frændi minn í heimsókn í vinnuna og var duglegur að hjálpa mér að skúra sat allan tímann uppá skúringavélinni voða duglegur að hjálpa og honum fannst svo gaman að hann talar bara ekkert um annað svo fór ég til mömmu í kvöld og fékk mér ís og rjóma umm bara gott.Svo svæfði ég littla frænda minn hann vildi nú helst að ég myndi gista hjá honum hjá mömmu en ég afþakkaði það því að ég þurfti að fara skúra í 10/11 en ég kúrði bara hjá honum þangað til að hann sofnaði.
En já það var nú ekkert mikið meira held ég að gerast hjá mér í dag ég er bara nýkomin heim úr vinnunni og ætla hugsanlega að glápa á tv-ið eikka frameftir hundurinn farinn að væla vill komast út að pissa. Svo þarf ég að vakna um 7.30 í fyrramálið að fara vinna og svo að sækja vini mína uppá flugvöll þau eru að koma heim frá Glasgow.Jæja best að hætta áður en að hundurinn mígur á sig.Góða nótt

Engin ummæli: