Hæhæ langt síðan síðast ætlaði nú að vera búin að blogga en það er bara búið að vera mikið að gera hjá mér.Ég fór uppí bústað sl. helgi og það var bara meiriháttar gaman við fórum nokkrar stelpur saman sem erum í hundaklúbb við hittumst alltaf einu sinni í viku með voffana okkar.Það var mjög gott veður smá rok en ekkert alvarlegt.
Á laugardeginum þá ætluðum við ekki að geta kveikt uppí grillinu sem var nú bara fyndið pg ég fór í könnunarleiðangur í leit að karlmanni til að bjarga okkur kellunum og eftir að hafa bankað á 4 bústaði þá bauðst ein konan til að lána okkur sinn mann og hann náði svo að kveikja upp fyrir okkur. Svo var bara grillað og dukkið bjór langt fram eftir nóttu og bara skemmtum okkur konunglega.Það voru þó nokkrar svona í þynnri kanntinum þegar við vöknuðum að það var bara reynt að drífa sig sem fyrst heim til þess að geta kúrt í eigin rúmi.
Svo á mánudaginn þá hringdi vinkona mín í mig og bað mig að koma að vinna í fiski og jú jú það var svo sem ekkert mál hafði nú lítið annað að gera þar sem ég vinn bara á kvöldin.Ég fór að vinna um kl 13 og var búin á miðnætti.Var að fésa allan tímann og vá hvað ég var máttlaus í höndunum að það var ekki heilbrigt og satt að segja þá er ég eila ekki enn búin að jafna mig þetta tók smá á því ég hef ekki komið nálægt svona vinnu í meira en ár.
Svo er nú eitthvað síðan að þá var ég að tala um það hversu mikið ég saknaði þess að vera í 8-17 vinnu en eftir þennan dag þá er ég bara nokkuð sátt við það að vera bara í minni skúringarvinnu hún er náttla ekkert voða létt en hún er allavega ekki slorug upp fyrir haus og illa lyktandi heldur bara þokkalega fín náttla pínu einmannalegt því ég er svona yfirleitt ein að skura þá hefur maður engan hjá sér nema kiss fm sem að bjargar manni alveg.
Jæja ætla þetta sé ekki bara gott í bili heyrumst um páskana annars segji ég bara GLEÐILEGA PÁSKA
Engin ummæli:
Skrifa ummæli