miðvikudagur, maí 26, 2004

Búhúhú

Jæja þá er ég komin heim aftur kom í gærkveldi hefði nú alveg vilja vera fram yfir helgina bara mér leið svo vel að vera þarna og æðislegt veður flesta dagana og gaman að anga eins og ég veit ekki hvað hehe en ýkt gaman ég tók á móti nokkrum lömbum ein og þurfti svo smá hjálp með eitt því að hornin á því voru svo stór að við ætluðum aldrei að koma því út en þetta gekk bara vel í restina.Já mar verður nú að láta sjá sig aðeins heima og sinna kallinum og hinum voffanum mínum ég tók nebbla bara annan með mér svo komst ég að því í gær þegar ég var nýkomin heim að gaurinn sem var að skúra fyrir mig var alveg til í að skúra lengur damn ég hefði getað verið bara lengur var reyndar orðin peninga lítil en mar hefði nú kannski getað reddað því og þar fyrir utan var ég í fríu húsnæði og fékk að éta sömuleiðis þannig að þetta var nú svo sem enginn kostnaður.

Var nú bara að spá hvort að maður ætti ekki bara að auglýsa eftir ráðskonu starfi eftir sumarið þegar mesta törnin í vinnunni hjá mér er búin að vinna kannski aðeins í sveitinni ohhhhhh hvað ég myndi nú alveg fíla það er nú samt ekki alveg klár á því hvað kallinn minn myndi segja við því ef að maður stingdi af hehe nei nei ætli maður haldi ekki bara í sér sveita dellunni og láti mér það bara nægja að kíkja bara í heimsókn annarslagið svo er nú aldrei að vita nema að ég nái nú að smita kallinn af dellunni minni og að hann komi með mér einhvern tímann að búa í sveit það er aldrei að vita tíminn leiðir það bara í ljós jæja ætla setja inn nokkrar myndir til að leyfa ykkur að sjá það sem að ég brallaði í sveitinni.


Aðeins að kíkja


Almost there


Þessi fékk 2 lömb


Bara krútt


Hugrakki hundurinn minn


Ég og Þórunn að hjálpast að


Alveg að koma


Ekkert smá duglegar


Gjugg í borg


MUUUUU


Þetta eru svona helstu myndirnar sem að ég tók þið getið líka skoðað fleiri á heimasíðunni hjá voffunum mínum.Eins og þið sjáið tala þessa myndir sínu máli og þetta er eitt af því skemmtilegasta sem að ég kemst í þetta er allra meina bót að komast í svona.
Mér er bara strax farið að hlakka til að fara aftur vestur en ég hugsa að næst þegar ég kemst þá verða þau nú líklega öll uppá fjalli hugsa að ég komist ekkert fyrr en í júlí en vona nú samt að ég komist í júní,en það verður bara að koma í ljós.

Jæja ég verð nú að halda áfram að þrífa þvottinn sem að ég kom með mér heim bless í bili og njótið OVER AND OUT.

Engin ummæli: