Jæja það tókst bara hjá mér að haldast edrú þessa helgina.(mont,mont) og það var bara fínt reyndar viðurkenni ég að í gær þegar ég var búin með einn bjór þá langaði mig alveg helv... mikið að detta bara í það en ég náði að halda það út bara dugleg.Ég kíkti nú aðeins út á lífið í gær n það var bara því að mútta hringdi og bað mig að koma og sækja sig og pabba niðrí bæ og skutla þeim.Það var nú minnsta málið en svo endaði nú bara með því að þau löbbuðu bara það var svo æðislegt veður að þau ákvaðu bara að tölta þetta.
Það var nú alveg slatti af fólki niðrí bæ á djamminu.Ég fór svo bara heim að halda áfram að taka til þetta er allt saman að koma þarf bara bráðlega að fá hjálp til að bera stóra dótið,ég er nebbla eila bara búin að tæma það sem að ég get svo verður kallinn minn bara að hjálpa mér með að færa til þetta stærsta svo að ég og hann getum farið að púsla nýja skápnum saman það verður eitthvað nei nei segji bara svona en hann er töluvert stærri en skápurinn sem að ég er með,það fer bara að líða að því að mar fari bara að skipta um húsnæði.Ætla bara sjá til í haust þegar mesta sumar traffíkin er búin og stadusinn á heimilinu hvort að við kaupum okkur ekki bara eitthvað fínt einbýli fyrir okkur og voffana okkar.
Ætlum nebbla kannski með hundana á áframhaldandi námskeið líklega í haust og svo er kallinn minn að fara til útlanda í þessum mánuði og svo er þá bara vonandi að við náum að safna okkur í sumar fyrir útborgun á fínu húsi.
Jæja þetta gengur ekki verð að fara halda áfram ætla nebbla að reyna að gera allt klárt áður en kallinn kemur heim þá getum við byrjað á stóra draslinu.
Over and out
Engin ummæli:
Skrifa ummæli