mánudagur, maí 03, 2004

**Hálf glær**

Hæhæ ég er nú bara hálf glær eikka í dag ég fór nebbla á smá fyllerí í gær það var bara hörkufjör fór í partý til vinar míns og svo fórum við öll á kaffi Duus það var alveg þokkaleg stemming svo enduðum við náttla á kassanum(casino) og vorum þar fram undir morgun ég held að ég hafi verið komin heim eikka svolítið mikið yfir 7 var svo vöknuð í hádeginu.Þurfti nebbla á fund í klúbbnum það var verið að kjósa stjórn og þess háttar þetta heppnaðist bara vel hefði nú samt vilja vera í betra formi hehe.
Svo var ég búin að redda mér frí í skúringunum bara svona til þess að geta verið þunn í friði búin að koma mér kósý fyrir þegar gaurinn hringdi og sagði að kellan hans væri veik hvort að ég myndi ekki nenna að koma með honum og náttla sagði ég já við því var nú samt engan veginn að meika það var komin með alveg dúndrandi hausverk engan veginn gaman að vera inn i 1000 fermetra búð sem er ekki með neinni sérstakri loftræstingu ojoj.

Allavega þá ætla ég að vera bara edrú þangað til 15maí þá er eurovision partý hjá mér og svo ætla ég að halda uppá afmælið mitt líka á nebbla afmæli 18maí sla bara svona 2 flugur í einu höggi.Jæja ætla skella mér í bað og fara svo að lúlla mér. heyrumst

Engin ummæli: