fimmtudagur, maí 20, 2004

Sjibbí

Jæja það fer bara alveg að koma að því að ég skelli mér í sveitina ohh mig hlakkar svo mikið til ég ætla alveg að vera i nokkra daga má ég sjá alveg fim-fös-lau-sun-mán-þri vá þetta eru bara 6 dagar sjibbí bara fjör.Ég er búin að vera bara pakka í kvöld fór að skúra um hálf átta og var komin heim aftur um hálf ellefu og byrjaði þá bara að setja í þvottavél það sem er skítugt og ég ætla að taka með mér.
Svo ætlar þessi grallari með mér.



Það verður nú gaman að sjá hvernig hann á eftir að höndla sig í rollunum ég reyni svo að taka einhverjar myndir og setja svo inn til að þið getið séð
hvernig okkur gekk.En ég hugsa að ég komist ekkert á netið á meðan og vá hvað það á eftir að vera mikið hjá mér að lesa á Trítlu ég er þar daglega og eila bara oft á dag en þá allavega hef ég eitthvað að gera þegar ég kem heim og svo þarf ég náttla að fara aftur að vinna og vera dugleg búin að vera alltof löt við það en ég bæti það bara upp núna og svo stefni ég bara á það að kíkja svo aftur í sveitina í júní eða júlí og þá getur verið að kallinn komi með ef að hann verður ekki að vinna.
Jæja koið nóg af mér í bili ég heyri í ykkur eftir helgi ætla fara tjékka enn einu sinni hvort að ég sé ekki með allt sem ég ætla að taka með mér í sveitina heyrumst eftir helgi OVER AND OUT.

Engin ummæli: