miðvikudagur, maí 19, 2004

Nettur

Bimba vaknaði um miðja nótt og áttaði sig á því að eiginmaðurinn
var ekki í rúminu. Hún smeygði sér í náttkjólinn og fór niður. Sat
þá ekki maðurinn við eldhúsborðið og húkti yfir ísköldum kaffibolla.

Hann virtist annars hugar og starði tómeygður á vegginn. Bimba sá hann þurrka tár
af kinnunum og súpa á kaffinu. - "Hvað er að ástin mín? Af hverju
siturðu hér einn um miðja nótt," spurði hún. Addi leit upp og sagði: "Manstu
þegar við vorum að hittast á laun fyrir 20 árum, aðeins 16 ára gömul." -

"Já, ég manvel eftir því," sagði Bimba. - "Manstu þegar pabbi þinn kom að
okkur þar sem við vorum að elskast í aftursætinu í bílnum mínum?" - "Já,
ég man líka vel eftir því." -"Mansu þegar pabbi þinn dró upp byssuna, beindi
henni að höfðinu á mér og sagði: Annað hvort giftistu dóttur minni eða
verður næstu 20 árin í fangelsi." - "Já, ég man vel eftir þessu elskan
mín," sagði Bimba og settist við hlið eiginmannsins. Hann þurrkaði tár af
hvörmunum
og sagði: "Veistu... ég hefði losnað út í dag!"

AHAHAHAHAHAHAHAHAHHAHAHA

Engin ummæli: