Hæhæ sko ég var nú ýkt dugleg áðan að fara með voffana mína út að viðra sig.Við förum nú næstum alltaf á sama staðinn svo þegar að ég er að kalla á Perlu að koma inn í bíl haldiði ekki að hel....... tíkin fari ekki að velta sér og þegar að hún kemur inní bíl er þessi svaka lelli á henni og mjög svo blautur að við verðum að bruna beint heim til þess að setja dömuna í bað.
Ojoj þetta var nú ekkert voða spennandi en ég var nú mest hissa á því hvað hún var voðalega róleg þegar ég fór að blása hana til að þurrka mestu bleytuna.
Annars er nú voða lítið að frétta er enn að jafna mig eftir sveitina hugsa jafnvel að ég leggji mig bara á eftir er eitthvað svo þreytt.
Og já tók eftir að ég gleymdi að segja ykkur að myndirnar sem að ég setti hérna inn fyrir neðan eru víst ekki fyrir viðkvæma,en mér langaði bara svo mikið að deila þeim með ykkur og vonandi fyrir ykkur sem að aldrei hafið upplifað þetta sjáið hvað þetta er yndilsegt.
Jæja elsurnar mínar until next OVER AND OUT
Engin ummæli:
Skrifa ummæli